Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 45
Skipstjórarnir misstu
réttindin vegna áreksturs
eru í æða-, hjarta- og taugakerfi,
þegar sjúkdómurinn er kominn á
þriðja stig, ganga að sjálfsögðu
ekki til baka. Sýkillinn er mjög
næmur fyrir penicillini, sem
drepur sýkilinn. Penicillin er það
lyf í dag, sem mest er notað við
syfilis og er venjulegur skammtur
600 þús. IE prókain penicillin,
sem er dælt daglega í vöðva í 17
daga. Ef sjúklingurinn er með of-
næmi fyrir penicillini má gefa
erythromycin eða tetracyklin, 0,5
gr. 4 sinnum á dag í 15 daga.
Fylgst er með áhrifum með-
ferðarinnar með því að taka
reglulega blóðpróf til rannsóknar.
Við fyrsta stigs syfilis verða þessi
blóðpróf neikvæð einu ári eftir
meðferð. Ef um annars stigs syfilis
er að ræða, verða þessi blóðpróf
neikvæð eftir u.þ.b. 2 ár. Sé um
þriðja stigs syfilis að ræða eru
gerðar rannsóknir á blóði árlega í
3 ár. Á þessu stigi verða blóð-
rannsóknirnar yfirleitt aldrei nei-
kvæðar, en svörunin verður smám
saman veikari. Einnig eru gerðar
svipaðar rannsóknir á mænu-
vökva.
TVEIR togaraskipstjórar í
Grimsby voru fyrir nokkru sviptir
skipstjóraréttindum í þrjá mán-
uði, eftir að skip þeirra höfðu
rekist á.
Skipstjórarnir á JUNO og
HONDO eru sakaðir um gáleysi,
en skip þeirra rákust saman útaf
ósum Humber í þoku. Ráku skip-
in saman stefnin, en HONDO var
á leið til hafnar í Grimsby, en
JUNO var á útleið. Bæði skipin
skemmdust mikið ofan sjólínu og
mun viðgerð ekki ljúka fyrr en
seint í þessum mánuði.
Skipstjórarnir hafa báðir áfrýj-
að þessum dómi, sem þykir
óvenju harður, miðað við aðstæð-
ur.
Whisky
gámur
Gámaflutningar eru sífellt
að aukast, og fleiri vöruteg-
undir eru nú settar í gáma.
Hér sést gámur af skosku
viskýi, frá Bell, en gámurinn fer
til Ástralíu, þar sem viskýið
verður sett á flöskur.
VÍKINGUR
45