Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 50
Fljótandi hótel
Það þykir ekkert sérlega frum-
leg samlíking að segja að farþega-
skip séu fljótandi hótel. En nú
virðist þetta vera að verða að
veruleika, því verið er að byggja
tvö Sheraton hótel (fræg hótel-
samsteypa), sem sigla eiga á Níl~
fljótinu í Egyptalandi.
Hótelin verða smíðuð
í Noregi
Hótelin tvö, sem um getur,
verða smíðuð af tveimur skipa-
smíðastöðvum í Ulsteinvik í Nor-
egi, en eigandi skipanna eða
hótelanna verður Egyptian
General Company for Tourism
and Hotels. Þau munu tengjast
Sheratonhótelunum, en fyrirtæk-
ið á um 400 hótel víðsvegar um
heim í a.m.k. 40 þjóðlöndum.
Þau hafa hlotið nafnið TUT og
AMON og kostar hvert um sig
um það bil 10 milljónir dollara.
í skipunum verða 160 herbergi,
en auk þess veitingasalir, sund-
laug og barir. Hótelin eru 70
metra löng og þau geta náð 7 sjó-
mílna hraða á klukkustund, en
þeim er ætiað að lóna milli Aswan
og Luxor.
Skandinaviskur arkitekt var
ráðinn til þess að teikna innrétt-
ingarnar, Finn Nilson, en hann
hefur hlotið heimsviðurkenningu
fyrir innréttingar í skemmtiskip-
um.
Hótelin munu í næsta mánuði
sigla til Alexandriu og þar verður
endanlega gengið frá smíðinni, en
ráðgert er að hótelin taki til starfa í
mars á næsta ári.
En þetta verða þó ekki einu
fljótandi hótelin á Níl. Önnur
egypsk hótelsamsteypa hefur gert
samninga við japanska skipa-
smíðastöð um srhíði 79 herbergja
hótels, sem verður tekið á efri
vatnasvæðum Nílar, í grennd við
Kairo. Verður hótelið tveggja
hæða, og þar verður einnig
næturklúbbur, restaurant, barir
og sundlaug. Hótelið, sem kostar
5.5 milljónir dala verður smíðað í
Japan af Mitsui & Co. í samvinnu
við önnur japönsk fyrirtæki. Það
verður dregið til Egyptalands að
aflokinni smíðinni og er gert ráð
fyrir að ferðin taki um það bil tvo
mánuði.
í stuttu máli: Fljótandi hótel
eru staðreynd.
— Ég var að venja hundinn
minn af því, að vera skothræddur
og gaf honum sykurmola í hvert
sinn og ég hleypi af byssunni.
Árangurinn varð sá að nú tekur
hann ekki á móti sykurmola nema
að ég hleypi af skoti.
Hann: — Hver sá, sem fremur
þjófnað, iðrast þess alla ævi.
Hún: — Þú stalst mér frá for-
eldrum mínum.
Hann: — Já, ég hef líka iðrast
þess alla tíð síðan.
50
VÍKINGUR