Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 11
Við krefjumst þess að sjómenn haldi þeim hlut sem þeir hafa haft Kjaradeilda sjómanna á Vestfjörðum liefur mikið verið í fréttum fjöl- miðla. 20. mars, rétt áður en þetta tölublað Víkingsins fór í vinnslu í prentsmiðju, staldraði blaðamaður daglangt við á ísafirði til að kynna sér aðstöðu og viðhorf sjómanna í þessari deilu. Hann átti þá viðtal það við fimm forystumenn sjómanna sem hér fer á eftir. Fimmmenningarnir voru Gunnar Þórðarson formaður Sjómannafélags ísfirðinga; Grímur Jóns- son, Rúnar Grínisson og Sigurður Ásgeirsson, sem eru í stjórn og samn- ingancfnd félagsins, og Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Víkingur: Hvert er upphafið að þessari vinnudeilu og livað á hún sér langan aðdraganda? Grímur: Það er ákveðið að segja upp samningum á fundi í Sjó- mannafélagi ísfirðinga í nóvem- ber... Pétur: ... 19. nóvember 1979 segir Sjómannafélag ísfirðinga upp samningum upp við útvegs- menn um kaup og kjör, og þeir eru lausir frá og með l.janúar. Grímur: Þetta er ekkert sérstakt með okkur, það sama var að ger- ast í flestum stéttarfélögum landsins á þessum tíma, að þau voru að segja lausum samningum. Vík.: Hvenær setjið þið frarn ykkar kjarakröfur? Grímur: Þær voru mótaðar á fundi í Sómannafélaginu 26. des., annan í jólum já — við verðum yfirleitt að halda fundi á slíkunt dögum vegna innkomu skipanna. Rúnar: Svo er aðalfundur 29. des., og þá eru kröfurnar ræddar og samþykktar. Pétur: Þær eru sendar útvegs- mönnum sama dag, 29. des. Vík.: Hvenær fáið þið fyrstu viðbrögð frá þeint? Pétur: Þá er þeim jafnframt til- kynnt að samþykkt hafi verið á aðalfundinum að ekki skyldi skráð á skip héðan upp úr ára- mótum nenta upp á væntanlega samninga. Það er upphaf málsins. Útgerðarmenn mótmæltu því og síðan er haldinn fundur samn- inganefnda sjómannafélagsins og útvegsmanna og þar féllust sjó- menn á að hefja veiðar í trausti þess að samningar gengju fljótar fyrir sig en venja hefur verið til og óskuðu eftir fundi í endaðan janúar, sem þó ekki varð af vegna þess að forustumenn sjómanna voru þá á sjó. Vík.: Fer Alþýðusamband Vestfjarða með samningsumboð fyrir Sjómannafélag Isfirðinga? Pétur: Nei. Áður en þetta gerð- ist var ASV búið að óska eftir til- lögunt sinna félaga um breytingar á samningnum. Sjómannafélag ísfirðinga varð fyrst til að koma með tillögur, síðan koma tillögur frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur og frá þriðja félag- inu, á Bíldudal, kom fundarsam- 11 Forystumenn sjómanna ráða ráðum sinum á skrifstofu Alþýðusambands Vestfjarða á ísafirði. F.v.: Pétur Sigurðsson, Grimur Jónsson, Gunnar Þórðarson og Sigurður Ásgeirsson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.