Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 23
Benedikt Alfonsson:
Betra fyrirkomulag
á stjórnpalli
Tölfræðin segir okkur að meira
en 50% allra skipsskaða séu
árekstrar eða strönd. Um 75%
allra árekstra og skipstranda eru
talin stafa af mannlegum mistök-
um, vanrækt hafi verið að standa
nógu dyggilega vörð, stjórnhæfni
skipsins ábótavant og ónóg sigl-
ingatæki fyrir hendi.
Erfitt er að greina hina raun-
verulegu ástæðu fyrir óhöppunum
og sú spurning vaknar hvort
hönnun brúarinnar, biluð tæki
eða staðsetning þeirra og umbún-
aður hafi gert skipstjórnarmanni
erfitt eða jafnvel ómögulegt að
taka réttar ákvarðanir og þar af
leiðandi hafi hann ekki gert við-
eigandi ráðstafanir til að koma í
veg fyrir óhappið.
Vitanlega verður því ekki neit-
að að óhapp stafi af mannlegum
mistökum, ef skip strandar meðan
skipstjórnarmaður eða leiðsögu-
maður er við örbylgjutækið
(VHF) á stað í brúnni þar sem
ekki er nógu víðsýnt. Á sama hátt
er ekki heldur hægt að neita því að
vanrækt hefur verið að standa
vörð, ef árekstur verður meðan
vakthafandi stýrimaður er inni í
kortaklefa, önnum kafinn við að
setja stað skipsins út í sjókortið.
í ofannefndum dæmum hafa
viðkomandi orðið á mistök og
hann ber því ábyrgð á afleiðing-
unum. En spyrja mætti hver sé
ástæðan fyrir því að örbylgjutæk-
ið er á svona óheppilegum stað og
kortaborðið í kortaklefa aftan við
brúna þar sem ekki er unnt að sjá
umhverfis skipið.
Talið er að margir árekstrar og
VÍKINGUR
strönd eigi sér stað vegna að-
stæðna í brú. Miklu skiptir fyrir
öryggi skipsins að vakthafandi
stýrimaður hafi fulla stjórn á
skipinu og yfirsýn yfir aðstæður
allar frá einum og sama stað. Enn
fremur er augljóst að þekking þess
er ákvörðun tekur og hæfíleiki
hans til að fást við hinar sérstöku
aðstæður hverju sinni getur skipt
sköpum um hvort árekstur verður
eða ekki.
Grunnflötur brúar á olíuskipum ESSO.
1 stjórnpúlt. 2 neyðartækjaborð.
3 handstýri. 4 sigiin^apúlt. 5 radar.
6 stjórnpúlt. 7 Ijósatafla.
Eitt stjórntæki, eitt siglingatæki,
einn maður.
Uppruna stýrishússins má rekja
til loka sextándu aldar. Þá hófst
notkun stýrissveifarstangar er
nefnd var „svipuskaft“
(Whipstaff). Heimildir eru til um
bogalagað skýli, kallað gluggi
rórmannsins, á hollensku Indía-
fari árið 1597. Þetta er fyrsta til-
raun, sem vitað er um að gerð hafi
verið til að skýla þeim er stóð við
stýrið fyrir veðrum og vindi.
í skýli þessu var aðeins eitt
stjórntæki, stýrið; eitt siglinga-
tæki, kompásinn; og einn maður,
rórmaðurinn.
Sjókort og töflur til notkunar
við siglingu skips höfðu í för með
sér nauðsyn á afdrepi til að gera
útreikninga og staðarákvarðanir.
Stærri seglskip fengu þá korta-
klefa, sem þótti reyndar hreinn
lúksus í þá daga. Kortaklefinn var
neðan þilja.
Stýrissveifarstöngin var al-
mennt í notkun fram á miðja 18.
öld, en upp úr því verður stýris-
hjólið algengara og talið er, að
árið 1769 hafi það alfarið komið í
hennar stað.
Á seglskipunum þurfti skip-
stjórinn og sá er stýrði að vera á
upphækkun aftan til á skipinu,
svo að þeir gætu fylgst með er
seglum var hagrætt. Maðurinn
sem stýrði varð að standa til að hafa
betra vald á stýrinu. Eftir að
gufuaflið kom til sögunnar var
stýrishúsið um sinn á sama stað,
enda voru fyrstu gufuskipin
einnig knúin seglum. Á síðari
hluta 19. aldar var það þó flutt á
heppilegri stað eða fram fyrir
reykháfinn, en það var áfram
opið. Áður en vélsíminn kom til
sögunnar gaf skipstjóri vélstjóra
fyrirmæli í gegnum talpípu. Tal-
pípan lá frá stýrishúsinu niður í
vél. Frá stýrishúsinu var nú bæði
stýri og vél stjórnað. Stýrishúsið
var orðið að stjórnpalli (brú).
Lokuð brú nauðsyn
Eins og fyrr er nefnt var í fyrsta
stýrishúsinu aðeins eitt siglinga-
tæki, kompásinn. Á öndverðri
þessari öld komu fram siglinga-
tæki, sem ekki þoldu að vera í op-
inni brú. Þessi tæki voru sett í
kortaklefann, sem var á næstu
hæð fyrir neðan brúna. Þetta
23