Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 24
fyrirkomulag var óþægilegt og fór því svo að brúnni var lokað og kortaklefinn staðsettur aftan við hana. En aukinn hraði skipanna og meiri umferð á höfunum varð þess valdandi, að stýrimaðurinn á vaktinni var stöðugt á ferðinni á milli brúar og kortaklefa, ef hann ætlaði að sinna skyldustörfum sínum sómasamlega. Hin fullkomnu stjórn- og siglingatæki síðari ára hafa leitt til fækkunar manna í brú. Sem dæmi má taka að árið 1960 voru oftast 5 menn í brú á siglingu þ.e. 2 stýri- menn, 2 hásetar og vikadrengur. Þegar lagt var að bryggju voru þeir 8. Á skipum af sömu stærð voru árið 1970 aðeins 2 menn í brú á siglingu, stýrimaður og háseti, 3 er lagt var að bryggju. Reynt að auðvelda störfin í brúnni Til að öryggi skipa yrði ekki stórlega skert með þessari fækkun, fóru sum útgerðarfélög og skipa- smíðastöðvar að breyta fyrir- komulagi í brúnni. Ætlunin var að auðvelda þannig einum manni störf í brúnni. Út úr þessu komu margar mismunandi góðar lausn- ir. Fyrir skipstjórnarmanninn er vitanlega heppilegast að hann megi búast við sömu aðstæðum í brú hvað varðar búnað tækja og fyrirkomulag, hvert svo sem skip- ið er. Þetta hlýtur einnig að vera æskilegt frá sjónarhóli útgerðar. Árið 1967 hófust í Englandi að frumkvæði ESSO olíufélagsins athuganir á því hvernig bæta mætti fyrirkomulag tækja í brú á skipum félagsins. Þær athuganir urðu til þess að smíðaðar voru sams konar brýr á þrjú strand- ferðaskip félagsins. í þessum þrem brúm var fyrirkomulag tækja og búnaðar á þennan veg: — Fremst í brúnni, aðeins stjórnborðsmegin við miðlínu, er svokallað siglingapúlt, sem notað er á siglingu á milli hafna. Þar er hægt að hafa sjókort og í því eru siglingatæki. Þegar stýrimaður er að vinna við sjókortið þarf hann ekki annað en að líta upp og hefur þá útsýni yfir hafið. — Venjulegt stýri er miðskips. — Neyðarbúnaður ýmiskonar er í borði fremst í brúnni bak- borðsmegin. — Siglingaljós o.fl. aftast. Tækjum raðað með tilliti til notkunar Á áttunda áratugnum hafa allar helstu siglingaþjóðir heims gert allýtarlegar rannsóknir á vinnu í brú og fyrirkomulagi þar. Hér skal VÍKINGUR Grunnflötur stjórnpalls. Gin af tillögum Norðmanna. 1 siglingatæki þar á meðal radar. 2 kortaborð. 3 innanskipstalsamband, 4 fjarskiptatæki, 5 sjálfstýring og miðunarkompás. 6 radar. 7 stjórntæki aðalvélar og bógskrúfu. 8 radar. 9 VHF-tæki og borð til skrifta við. 12 handstýri. A hér er stýrimaðurinn á siglingu. B hér er skipinu stjórnað þegar farið er að eða frá bryggju. C fyrir hafnsögumann eða skipstjóra, ef hann stjórnar ekki skipinu sjálfur, fylgist aðeins með. D fyrir þann sem stýrir, þegar handstýrt er. 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.