Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 28
Corona, þar sem þeir áttu að sitja við stjórn, heldur stór, þannig að ekki var hægt að ná til allra stjórntækja úr stólnum. Einn maður í brú, meira öryggi Rannsóknir Þjóðverja beindust meðal annars að því að athuga hve miklum tíma menn að störf- um í brú vörðu í annað en að horfa út yfir hafið. Eftirfarandi kom í ljós: — Stýrimaður einn á verði í brú, 12 mín/klst fara í önnur störf en að vera á rýni (horfa út yfir hafið). — Tveir menn í brú, annað- hvort stýrimaður og skipstjóri eða stýrimaður og háseti, 23 mín/klst fara í annað en að horfa út yfir hafið. — Þrír menn í brú samtímis, þ.e. stýrimaður, skipstjóri og há- seti eyða 28 mín/klst í annað en að líta út yfir hafið. Allt eru þetta meðaltalstölur. En þær eru umhugsunarverðar. Samkvæmt þeim er öryggið mest, þegar stýrimaðurinn er einn í brúnni, væntanlega ætti sama að vera uppi á teningunum, ef skip- stjórinn er einn í brúnni, þótt ekki komi það fram í ofangreindum athugunum. Annaðhvort hefur skipstjórinn aldrei verið einn eða þá svo sjaldan að ekki hefur verið marktækt. Alþjóðlegur staðall í undirbúningi Norðmenn hafa nú þegar smíðað yfir 45 skip, þar sem brúin er gerð eftir einhverri af þeim til- lögum, sem nefndar eru hér að framan. Burðargeta skipanna er frá 6.000 til 350.000 tonn (Dwt). Þjóðverjar höfðu árið 1977 smíð- að meira en 40 skip þar sem hönnun brúarinnar og fyrir- komulag tækja og annars búnaðar var samkvæmt tillögum rann- sóknaraðila í Þýskalandi. Svíar hafa einnig smíðað nokkur skip með sama sjónarmið í huga. í samræmi við þetta hafa svo Það verður að standa upp til að ná til stjórntækja bógskrúfunnar. Myndirnar eru teknar í hrúnni á Svea Corona. Maðurinn er á svokölluðum eins manns stjórnstað (one man control workplaee). Með því að teygja sig nær maður í örbylgjutækið. opinberir aðilar í þessum löndum gefið út leiðbeiningar um hönnun og fyrirkomulag í brú. Aðspurður kvað siglingamálastjóri Hjálmar Bárðarson, siglingamálastofnun- ina hafa hug á að gefa út sams konar leiðbeiningar eða staðal, en þar sem nú væri unnið að alþjóð- legum staðli á þessu sviði á vegum IMCO, mundi þess verða beðið, að hann kæmi út. Stöðluð brú af þessu tagi auð- veldar nýjum mönnum störf í brúnni og minnkar hættu á mannlegum mistökum. Þannig eykst öryggi á sjó. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.