Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 40
Eldsneytisolíukúrfur fyrir ,,púlsa“ hlaðna fjórgengisvél þar sem hún er keyrð á
konstant snúningshraða eða þar sem hún er keyrð eftir lögmálum skrúfunnar um
nýtni.
stant“ snúningshraða er nægt að
færa til, en góðri nýtni á öllu
álagssviðinu er ekki hægt að ná.
Til að komast hjá tæringu skrúf-
unnar á miklum snúningshraða en
engum skurði gæti verið nauð-
synlegt að notast við skrúfulögun
er ekki gefur hæstu nýtnr við há-
marksásafl.
En ekki aðeins skrúfunýtnin
verður fyrir áhrifum af „konstant“
snúningshraða. Mynd 8 sýnir
mismunandi eldsneytiskúrfur
fyrir „konstant" hraða svo og fyrir
keyrslu eftir lögmálum skrúfunn-
ar. Notast er við sömu fjórgengis-
vélina í báðum tilvikum. Fjöldi
þeirra ókosta er fylgja keyrslu á
„konstant“ snúningshraða geta
orðið margir, eða séð frá hinni
hliðinni: nauðsynlegur elds-
neytissparnaður er mögulegur
með keyrslu er fellur að skrúfu-
kúrfunni eða samsettum kúrfum
snúningshraða aðalvélar/ferð
skips, skrúfunýtni.
Ein aðalástæðan fyrir keyrslu á
„konstant“ snúningshraða er
notkun ás- eða gírdrifinna rafala.
Það lítur út fyrir að notkun ásraf-
ala um borð í fiskiskipum fari
stöðugt vaxandi. Ástæðan er sú að
hægt er að framleiða rafmagn
með vél sem keyrð er á nokkuð
þungri olíu við frekar litla elds-
neytiseyðslu, þar sem aftur á móti
aðskilin ljósavél, er keyrð væri á
gasolíu, eyddi frekar mikilli olíu.
Viðbótarorkuþörf getur stigið
snögglega upp í 40—60% af
heildarorkuþörfinni, og í slíkum
tilvikum er eðlilegt að nota sömu
vélina í bæði skiptin (t.d. á sumum
togurunum, þar er slegið af tog-
ferðinni og byrjað að hífa með
annað tveggja vökvadælum eða
ásrafölum tengdum við aðalvél-
ina). En ókostir þess að festa
aðalvél á „konstant“ snúnings-
HLUT‘ (9)
FALLS- W
LEG
SKRÚFU-
NÝTNI
1%
Skrúfunýtni stillt upp gegn skrúfuhraða
Hér er tekið dæmi af 10.000 ha. skipi er
siglir á hraðanum 18.8 mílum. Skrúfu-
hraðinn er 120 sn/mín.
40
hraða skyldi athuga vel. Stundum
er mögulegt að finna góðar sam-
setningar á aðalvélaraflsþörf og
ljósavélaraflsþörf sem aftur gæti
leitt til þess að frátengja eina
aðalvél til ljósavélaraflsþarfa í
einstökum tilvikum, á meðan
hinar eru aftur keyrðar með tilliti
til lögmála skrúfunnar.
Vel þekkt staðreynd er að lægri
snúningshraði skrúfu skilar af sér
betri vél og skrúfunýtni (ekki þó
þannig að vélin sé neydd niður í
snúningshraða með of miklum
skurði skrúfunnar og þarafleið-
andi allt of miklu álagi). Mynd 9
sýnir dæmi um hagkvæmni lægri
skrúfuhraða. Fyrir margar milli-
hraðgengar vélar sem notaðar eru
sem aðalvélar er alltaf hægt að
velja hagkvæmastan skrúfuhraða
(t.d. með notkun rafmótors sem
tengdur er við skrúfuöxulinn), þar
sem aftur á móti bein tenging
festir skrúfuhraðann að aðal-
vélarhraðanum. Litlar krosshaus-
vélar hafa oft of háan snúnings-
hraða til að ná hagkvæmum
skrúfuhraða. Þessu hefur verið
mætt með framleiðslu niður-
færslugíra fyrir krosshausvélar. í
slíkum tilvikum er viturlegt að
reikna út vandlega allan kostnað.
Ásrafalar tengdir aðalvélum og
ljósavélar
Ókostir notkunar ás- eða gír-
drifinna rafala er afleiðing af
„konstant“ snúningshraða aðal-
vélar (sbr. myndir). En með tilliti
til stofnkostnaðar gæti verið
áhugavekjandi að athuga þessa
ókosti nánar. Ef orkutoppar (auk-
in rafmagnsþörf) eiga sér frekar
sjaldan stað og keyrsluaðstæður er
hægt að sjá fyrir, er unnt að mæta
orkutoppunum með ásrafölum án
umtalsverðra ókosta eða auknum
keyrslukostnaði. Möguleiki, já-
kvæður í fjölda tilvika, er að nota
gírdrifna ásrafala til orkufram-
leiðslu fyrir bógskrúfur og notast
þá við aðskilið rafkerfi. Snún-
VÍKINGUR