Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 45
um eina klst. skal gefa út nýjan brottfarartíma, með minnst 12 klst. fyrirvara. 13. Útgerðin greiði 1.25% af öllum launum í orlofs-, styrktar- og sjúkrasjóði. 14. Risna verði kr. 18.000.-. 15. Þegar menn ráðast frá einni útgerð til annarrar skulu áunnin orlofsréttindi, orlofsfé og veik- indaréttindi haldast óskert. 16. Skip skulu búin þeim full- komnustu staðsetningar- og sigl- ingartækjum sem völ er á til sigl- ingar á þeim hafsvæðum sem skipin sigla almennt á. 17. Sérsamningar félaganna fylgi aðalsamningi. Baldur Halldórssun ► Skýringar viö sameiginlegar kröfur Félög yfirmanna á farskipum lögðu fram kröfur sínar 17. mars sl. Sem formaður samninganefndar farmanna ætla ég að gera stutt- lega grein fyrir sameiginlegum kröfum yfirmanna en þær eru í 17 liðum. Einstök félög hafa síðan lagt fram sérkröfur: Skipstjórafélag íslands í 4 liðum Vélstjórafélag íslands í 3 liðum Félag ísl. loftskeytamanna í 1 lið Félag bryta í 1 lið Síðan hefur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan lagt fram sérkröfur vegna skipa Björgunar h/f í 4 liðum. En það er í fyrsta skipti sem Aldan er beinn aðili að sameiginlegri kröfugerð far- manna og ber að fagna því. Til ríkisstjórnar voru lagðar fram kröfur í 9 liðum um félagslegar umbætur með tilstyrk ríkisvaldsins. Að lokum voru svo lagðar fram kröfur til Landhelgisgæslu ís- lands, bæði almennar kröfur, kröfur varðandi starfsmenn í flugdeild og starfsmenn á loftskeytastöð. 1. í kröfum farmanna sl. ár var ein aðalkrafa okkar um ákveðna röðun í launaflokka. Sú krafa var eitt af fáu sem farmenn fengu framgengt að mestu. Því er út í hött að gera aðra kröfu en þá sem heldur sama hlutfallslegum launamun milli launaflokka en við höfum óskað eftir. 2. Þessi krafa felur í sér 30.2% launamun milli launaflokka og Hún er svo til sú sama og sett var fram á sl. vori, en þá var krafan um byrjunarlaun 3. stýrim. og 4. vélstjóra í A-flokki þar sem nú er miðað við B-flokk, enda þessar stéttir ekki til í núverandi A- flokki. 3. 36,2% vaktaálag er sam- hljóða kröfum farmanna úr a.m.k. 3 síðustu samningagerðum. Nú- verandi vaktaálag er eins og menn vita 22%. Tala sem okkur var skömmtuð af kjaradómi sl. vor, algerlega órökstudd. Gæti maður helst ályktað að þeir vísu menn sem kjaradóm skipuðu hafi hent upp teningum til að ákvarða okk- ur vaktaálag. Sáttanefnd sú sem skipuð var í deilunni ’79 hafði út- búið tilboð ca. viku fyrir bráða- birgðalögin, en þar hljóðaði vaktaálag upp á 20%. Þessu tilboði höfnuðu bæði farmenn og út- gerðarmenn. Þessi 2% hækkun vaktaálags er því nánast það eina sem kjara- dómur gerði í okkar málum frá því sem búið var að gera áður en lögin voru sett á farmenn. Vaktaálagið 36,2% sem er það hæsta meðalálag sem greitt er í landi getur því aldrei orðið annað en lágmark fyrir sjómenn. Svo vil ég leiðrétta það öfug- mæli sem útgerðarmenn og kjara- dómur hafa sett á vaktaálagið, með því að kalla það sjóálag. Vaktaálagskrafan er krafa um auknar greiðslur fyrir að ganga vaktir á öllum tímum sólarhrings og óreglulegar vaktir á öllum tím- um árs. Farmenn hafa ekki ennþá farið fram á sjóálag en þegar að því kemur þá verður sú krafa sett fram undir nafninu sjóálag, þ.e.a.s. álagsgreiðsla fyrir að vera til sjós. 4. Krafan um lækkaða deili- tölu er sett fram vegna þess, að finna þarf raunverulegan vinnu- tíma vaktavinnumanna til sjós, þá ineð inatar- og kaffitímum og þann tíma sem fer í vaktaskipti VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.