Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 45
um eina klst. skal gefa út nýjan brottfarartíma, með minnst 12 klst. fyrirvara. 13. Útgerðin greiði 1.25% af öllum launum í orlofs-, styrktar- og sjúkrasjóði. 14. Risna verði kr. 18.000.-. 15. Þegar menn ráðast frá einni útgerð til annarrar skulu áunnin orlofsréttindi, orlofsfé og veik- indaréttindi haldast óskert. 16. Skip skulu búin þeim full- komnustu staðsetningar- og sigl- ingartækjum sem völ er á til sigl- ingar á þeim hafsvæðum sem skipin sigla almennt á. 17. Sérsamningar félaganna fylgi aðalsamningi. Baldur Halldórssun ► Skýringar viö sameiginlegar kröfur Félög yfirmanna á farskipum lögðu fram kröfur sínar 17. mars sl. Sem formaður samninganefndar farmanna ætla ég að gera stutt- lega grein fyrir sameiginlegum kröfum yfirmanna en þær eru í 17 liðum. Einstök félög hafa síðan lagt fram sérkröfur: Skipstjórafélag íslands í 4 liðum Vélstjórafélag íslands í 3 liðum Félag ísl. loftskeytamanna í 1 lið Félag bryta í 1 lið Síðan hefur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan lagt fram sérkröfur vegna skipa Björgunar h/f í 4 liðum. En það er í fyrsta skipti sem Aldan er beinn aðili að sameiginlegri kröfugerð far- manna og ber að fagna því. Til ríkisstjórnar voru lagðar fram kröfur í 9 liðum um félagslegar umbætur með tilstyrk ríkisvaldsins. Að lokum voru svo lagðar fram kröfur til Landhelgisgæslu ís- lands, bæði almennar kröfur, kröfur varðandi starfsmenn í flugdeild og starfsmenn á loftskeytastöð. 1. í kröfum farmanna sl. ár var ein aðalkrafa okkar um ákveðna röðun í launaflokka. Sú krafa var eitt af fáu sem farmenn fengu framgengt að mestu. Því er út í hött að gera aðra kröfu en þá sem heldur sama hlutfallslegum launamun milli launaflokka en við höfum óskað eftir. 2. Þessi krafa felur í sér 30.2% launamun milli launaflokka og Hún er svo til sú sama og sett var fram á sl. vori, en þá var krafan um byrjunarlaun 3. stýrim. og 4. vélstjóra í A-flokki þar sem nú er miðað við B-flokk, enda þessar stéttir ekki til í núverandi A- flokki. 3. 36,2% vaktaálag er sam- hljóða kröfum farmanna úr a.m.k. 3 síðustu samningagerðum. Nú- verandi vaktaálag er eins og menn vita 22%. Tala sem okkur var skömmtuð af kjaradómi sl. vor, algerlega órökstudd. Gæti maður helst ályktað að þeir vísu menn sem kjaradóm skipuðu hafi hent upp teningum til að ákvarða okk- ur vaktaálag. Sáttanefnd sú sem skipuð var í deilunni ’79 hafði út- búið tilboð ca. viku fyrir bráða- birgðalögin, en þar hljóðaði vaktaálag upp á 20%. Þessu tilboði höfnuðu bæði farmenn og út- gerðarmenn. Þessi 2% hækkun vaktaálags er því nánast það eina sem kjara- dómur gerði í okkar málum frá því sem búið var að gera áður en lögin voru sett á farmenn. Vaktaálagið 36,2% sem er það hæsta meðalálag sem greitt er í landi getur því aldrei orðið annað en lágmark fyrir sjómenn. Svo vil ég leiðrétta það öfug- mæli sem útgerðarmenn og kjara- dómur hafa sett á vaktaálagið, með því að kalla það sjóálag. Vaktaálagskrafan er krafa um auknar greiðslur fyrir að ganga vaktir á öllum tímum sólarhrings og óreglulegar vaktir á öllum tím- um árs. Farmenn hafa ekki ennþá farið fram á sjóálag en þegar að því kemur þá verður sú krafa sett fram undir nafninu sjóálag, þ.e.a.s. álagsgreiðsla fyrir að vera til sjós. 4. Krafan um lækkaða deili- tölu er sett fram vegna þess, að finna þarf raunverulegan vinnu- tíma vaktavinnumanna til sjós, þá ineð inatar- og kaffitímum og þann tíma sem fer í vaktaskipti VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.