Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 46
eins og hjá öðru vaktavinnufólki í þessu þjóðfélagi. 80% álag er í samræmi við aðrar kröfur launþega um niðurfellingu eftirvinnutaxta 1700—1900. milli kl. 5. Með þeim ramma sem gerður hafði verið fyrir bráða- birgðalögin og með dómi kjara- dóms töldu farmenn loksins að afnumin væri sú fáránlega regla að þeir væru settir í frí 'h og 'h dag kauplausir á höfnum þar sem þeir kærðu sig ekkert um frí. Því er 19. gr. stýrimannasamnings breytt þannig að vinnutími sé ótvíræður. 20. gr. á svo við um vinnufyrir- komulag ef stýrimenn óska eftir fríi, einhverra hluta vegna t.d. ef skip er í þurrkví, eða ef ekki er unnið við losun og lestun. Orðalag vélstjórasamninga verði samhljóða. 6. Þessi krafa er sett fram af gefnu tilefni þar sem talsvert hef- ur borið á misskilningi útgerða um hver réttur manna er í fríi í heimahöfn svo og um hvað frí skal vera langt svo frídagur afskrifist. 7. Þessi krafa er í beinu sam- ræmi við það þegar breytt var deilitölu mánaðarlauna úr 1/30 í 1/21.67. 8. Við breytingu í 1/21.67 verða þessir dagar þjónustudagar umfram vinnuárið og eiga því að greiðast með álagi. Greiðslur um orlofsfé þarf að leiðrétta á t.d. yfirvinnu eftir starfsaldri, greidda frídaga um- fram tekinn frídagarétt. 9. Þessi krafa skýrir sig sjálf. í þjóðfélagi eins og okkar sem byggir allt sitt á sjómennsku og siglingum ætti að vera verulega lægri lífeyrisaldur, fyrir þá menn sem fórna lífshlaupi sínu fyrir þennan hornstein þjóðfélagsins. 10. Krafan þarf ekki skýringar við en á það má benda að fæðis- peningar eru í dag kr. 2.473. 11. Sum útgerðarfélögin hafa síðustu ár komið sér upp deildum 46 skrifstofufólks, svokölluðum út- strikunardeildum. Þar þurfa yfir- vinnutímar og frídagar farmanna að ganga í gegnum hreinsunareld líkt og fangar í útrýmingarbúðum nasista, enda reglan sú sama, betra að slátra nokkrum saklaus- um en sleppa einum sekum. Það hafa ekki ófáir farmenn fengið að kenna á þessu þegar þeir hafa sótt launaumslagið sitt og komast að raun um, að yfirvinnu og frídaga- blöð hafa lent óþyrmilega og að ósekju undir rauðu pennum meistaranna í útstrikunardeild- inni. 12. Það ástand sem nú ríkir á stórum hluta flutningaskipa í sambandi við ákvörðun brottfarar úr heimahöfn er með öllu óþol- andi. Sem dæmi má nefna að skip kemur að morgni, áætlað er að fara um kvöldið ef lokið verður. Þá þarf skipverji að vera allan daginn í sambandi við útgerðina til að fylgjast með hvernig vinna við skipið gengur, hvort farið verður og þá hvenær. 13. Þarfnast ekki skýringar. 14. Þessa kröfu þarf ekki að skýra sérstaklega. En benda má á að risna 1. stm. og 1. vélstjóra er í dag kr. 4.710, svo geta menn velt því fyrir sér hvað hægt er að kaupa fyrir þá upphæð í dag í okkar verðbólguþjóðfélagi. 15. Krafan er svo sjálfsögð að grein þessa efnis ætti að vera löngu komin í samninga. 16. Útgerðarmenn íslenskra fragtskipa eru sennilega aftur- haldssömustu útgerðarmenn hvað varðar siglingatæki í skip sín. Það segir líka sína sögu að þau skip sem þeir hafa keypt notuð er- lendis frá eru með sæmilegustu siglingatækin. í brúm þeirra skipa sem þeir hafa látið byggja er nán- ast eins og að vera staddur í eyði- mörk. 17. Félög yfirmanna innan F.F.S.I. vilja ekki draga á eftir sér margra mánaða samningaþras um sérsamninga, því er sett fram þessi krafa. II. Sérkröfur skipstjóra 1. Aðeins þau skip, sem einn stýrimaður starfar á verði í „a“ flokki. Flokkun skipa verði að öðru leyti óbreytt. 2. Þegarskipstjórihefurstarfað 10 ár eða lengur hjá útgerðinni, á hann rétt á eins árs leyfi án launa. 3. Fastráðinn skipstjóri sem VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.