Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 14
unum inn. En það leið nú yfir hann, og Hallbjörg segist ekki geta horft á þetta. Þá segir Sveinn: Náðu í strákorminn. Ég var náttúrulega vakandi. Fyrstu orðin sem Bjarni segir við mig: Held- urðu að þú getir þetta? Hann getur það ef hann nennir því, segir Sveinn. Svo sýndi Bjarni mér hvernig ég átti að taka um hælinn og ristina og toga í. Svo segir Bjarni: Láttu bara aftur augun, væni minn, þá veistu ekkert af þessu. Ég gerði það, en ég skalf eins og hundur. Sveinn varð aldrei jafngóður eftir þetta. Ég byrjaði að vinna hjá Einari Þorgilssyni, þegar ég var 14 ára. Fyrst var ég sendill. Svo var ég í vaskhúsinu að telja frá á daginn og svo fór maður inn í búð að fylla skúffurnar af vörum, og svo að sendast. Einar keypti mikið af fiski og hafði mikla verslun suður á nes, bæði í Keflavík, Grindavík, í Garð og Hafnir. Fiskurinn var allur verkaður hér og seldur þurr. Þetta voru gíðarlega mikil umsvif. Og Einar gat alltaf selt sína vöru, hún var vönduð. Hann merkti sína Náðu í strákorminn En ég var þama í Krýsuvík þegar hann meiddist í berginu hann Sveinn Einarsson frá Reyni í Mýrdal. Hann var að síga. Ég svaf hjá Sveini, og honum þótti ég víst fara heldur illa í rúmi, því að það kom fyrir að ég vaknaði í hafti á morgnana. Þá batt hann saman á mér fæturna með trefli, svo að ég sparkaði ekki nema þá með báð- um í einu. Sveinn var borinn heim Kanturinn á fiskrcitnum var hlaðinn af mönnum sem höfðu ekki önnur verkfæri en járnkarl, haka og skóflu. Einar heitinn lét hlaða kantinn 1929 í akkorði, og það komust ekki aðrir að en fjölskyldumenn. Þegar upp var staðið höfðu karlarnir 5 aurum meira á tímann en þeir sem unnu á eyrinni. Þetta er þurrkhús sem Einar Þorgilsson lét byggja 1929. Það tók 2 klukkustundir og 15 mínútur að fylla þurrkklefana í húsinu og álíka tíma að taka úr þeim aftur. 18 stúlkur unnu við þetta og 2 karlmenn. Þetta var ákaflega fullkomið hús á sínum tíma. Fiskreitur í forgrunni. Myndin er tekin eitthvað upp úr 1930. Ólaf son sinn til okkar með aðrar 1500 krónur frá sér. Það var auð- vitað látið í sparisjóð og ekki not- að nema í ýtrustu neyð. Fyrir þetta gátum við staðið í skilum með húsið. Við hjálpuðumst að systkinin að sjá fyrir heimilinu. Ég var í sveit á sumrin fram til 13 ára ald- urs. Ég var í Krýsuvík hjá frænd- fólki mínu, Þorvarði Þorvarðar- syni, sem síðar var verkstjóri í mörg ár hjá Júpiter og Mars, og systur hans Hallbjörgu. Þegar ég fór fyrst, var ég hafður ofan í milli bagga alla leið suður í Krýsuvík. Ég var þama í tvö ár hjá Þorvarði og Hallbjörgu, en svo fluttust þau að Hvassahrauni. á tvöföldu brekáni. Það var ljótt að sjá hann, beinin stóðu út úr fótleggnum. Það hrapaði á hann stór steinn. Bjarni Sbæbjörnsson læknir var þá nýsestur að hérna í Hafnarfirði, og hann kom suður eftir með Þorvarði um klukkan fjögur um nóttina. Þorvarður var eini karlmaðurinn heima, og hann átti að halda í fótinn á Sveini meðan Bjarni var að troða bein- 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.