Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Qupperneq 15
fiskpakka með ETH. Það er merki hjá SÍF ennþá. Fiskur var tekinn úr ef of djúpt var rist, illa hausað, blóð í dálki eða hnakkablóð, það mátti ekki sjást. Svo var skipshöfnin leidd að þessu og sagt: Svona má þetta ekki vera. Ég varð verkstjóri hjá Einari 1930. Þá var ég búinn að vinna Vöruvöndun var það sem gilti Þetta var 1923 sem ég byrjaði hjá Einari. Árið eftir kom togarinn Surprise. Það var mikill viðburð- ur. Ég svaf ekki mikið þann sólar- hringinn. Þá var hér mikill upp- gangur. Helleyer var þá hér. Svo var togarinn Garðar smíðaður 1929 úti í Englandi. Hann var af- bragðsskip og mikið aflaskip; var stærsti togari á Norðurlöndum á sínum tíma. Hann kom á erfiðum tímum. 1931 hrundi fiskverðið, úr 70 krónum í 31,80; ég held ég megi fara rétt með það. Þá var ekki um annað að ræða en stytta í mittisólinni og gera út á sem hag- kvæmastan hátt. Það þýddi ekki að gala á ríki eða bæ þá. Vöru- vöndun var það sem gilti, svo að einhver peningur fengist. Úr hverjum einasta fyrsta túr á ver- tíðinni voru teknir fiskar, ef sá eitthvað á þeim. Þannig var það meðan gamli maðurinn, Einar, var lifandi. Fólkið gerði þetta þegar fisknum var staflað upp. Verið að vikta saltfisk. T.v. er Elías Halldórsson verkstjóri og Páll Böðvarsson er með vagninn. í baksýn er verslun Einars Þorgilssonar. T.v. er sá hluti hússins þar sem áður var vörugeymsla og fiskgeymsla. Gaman er að bera þessa mynd saman við bílvogir eins og þær gerast í dag. VÍKINGUR Svona var nú fiskinum staflað upp úr skipi. Þetta plan var þar sem minnisvarðinn er nú héma niðri við Strandgötuna. Þarna var fiskurinn látinn inn í húsin, og var regla að hafa hverja sort á sínum stað og mátti ekki breyta því. Á myndinni er verið að umstafla fiskinunt. Það var gert eftir svona 8—10 daga. Og svo var fiskurinn sorteraður í smáfisk, millifisk og stundum tók maður úr 22ja tommu fisk og upp úr. hér úti og inni og alls staðar. Hannes gamli og Elías, sem voru á undan mér, voru orðnir fullorðnir menn. Hannes var merkilegur maður, veðurglöggur með af- brigðum, einhver sá veðurglögg- asti maður sem hér var í bænum. Hann breiddi oft þegar aðrir breiddu ekki, og breiddi stundum ekki þegar aðrir breiddu. Hann hafði sérgáfu á þessu sviði. Hann kenndi mér að líta alltaf í útsuðrið um leið og ég vaknaði, en það þýddi ekki að gera það seinna en klukkan fimm. Maður sér sjón- deildarhringinn hérna út til hafs- ins, en maður sér ekki austur fyrir fjall. Hannes átti til að hringja austur í Hveragerði eða austur í Kotsrönd og suður í Grindavík til að vita um veðrið þar. Þá var hann búinn að fá hringinn. Ef skúr var á Esjuhorni og önnur á Vífilfelli, þá mátti bóka hana hérna klukkan 4—5 síðdegis. Iðulega kom fyrir að rigndi hér, en var þurrt í Reykjavík eða öfugt. Það var verið í fiskinum allt sumarið. Það var aldrei frí. Tekinn einn sunnudag- ur til að fara með fólkið einn túr.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.