Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Side 35
Eins er það afar slæmt hjá okkar stétt hvað margir fara til sjós í stuttan tíma til að ná sér í pening en ætla ekki að gera sjómennsku að ævistarfi. Þetta verður til þess að mest er hugsað um krónutöl- una en minna um félagsleg rétt- indi. Við höfum það svo gott, ís- lendingar, leggjum svo mikið upp úr því, tíminn fer í að afla sér meiri peninga. Við vinnum líka miklu meira en annars staðar tíðkast. — Hvað er framundan hjá Sjómannasambandinu? — Við segjum líklega upp samningum 1. október þeir verða þá lausir 1. nóvember. Við erum að undirbúa kjaramálaráðstefnu sem fyrirhuguð er hjá okkur um mánaðamót september, október. Hana sækja fulltrúar frá öllum aðildarfélögum og þar verða kjaramálin rædd og komandi samningagerð. — Heldurðu að kjör sjómanna séu svipuð hvar sem er á landinu? — Já, það tel ég. Við semjum sem heildarsamtök og erum þess vegna sterkari. Sjómannafélögin á Vestfjörðum sem semja sér eru með mjög svipaða samninga og við svo kjörin eru alls staðar svip- uð svo fer það náttúrulega eftir því hvernig gengur hjá hverjum og einum. — Hvernig kanntu við þig í höfuðborginni? — Mér líkar mjög vel að búa í Reykjavík og kann vel við mig í starfinu. Á fremri skrifstofunni situr Kristín Friðriksdóttir starfsmaður skrifstofunnar, á kafi í bókhald- inu. Kristín sér um öll fjármál sambandsins og bókhaldsvinnu og sagðist einnig taka við kvört- unum og því líku sem berst en varðist dyggilega ágangi blaða- manns og gerði lítið úr mikilvægi starfs síns sem hún sagði að væri bara venjulegt skrifstofustarf. En VÍKINGUR hvemig færi ef hinar „venjulegu verk sín eins vel og raun ber vitni? skrifstofumanneskjur“ innu ekki E.Þ. Sjáandi í myrkri og þoku „Termal Imager“ (íslenskt orð vantar) er nafnið á hlutlausu infrarauðu staðarákvörðunar- kerfi, skipstjórnarmenn geta séð frá sér bæði í myrkri og þoku, eins og dagur væri. Kerfi þetta hefur nú verið gefið frjálst til almennra nota. (Var áður hernaðarleyndarmál og ein- ungis notað sem slíkt. Breskt.) „Union Jack“ Yfirmönnum í hinum breska flota ásamt flugmönnum (sami félagsskapur), hefur fækkað um 10.000 frá mars 1979 til maí 1981. Orsök er stöðugur flutn- ingur skipa frá Union Jack undir þægindafána. Sænska sjómannasambandið hreinsar tii Gunnar Karlsson hefur ásamt 5 öðrum aðstoðarmönnum sín- um verið sviptur öllum störfum á vegum sjómannasambands- ins. Allir voru þeir kumpánar sektaðir fyrir bókhaldsóreiðu, og sér í lagi fyrir óverjandi fjölda ferðalaga ásamt óheyri- legum uppihaldskostnaði. Dönsk smáskip í vopnasmygli Fjöldi danskra smáskipa hafa farið margar ferðir með ólögleg vopn til Suður-Afríku. Trigion útgerðin hefur a.m.k. 17 sinn- um átt skip í slíkum ferðum, Peter S. Jörs og J.C. Jespergárd ásamt nokkrum Marstal smá- skipum og ýmsum öðrum. Ýmsar kúnstir hafa verið við- hafðar við þessa iðju, svo sem að mála yfir skipsnöfn og mála önnur, breyta skorsteinsmerkj- um, dagbækur hafa horfið í hafið, stefnubreytingar gerðar í rúmsjó og farið annað en áhöfn hafði verið kunngjört um. Þús- undir dollara hafa verið greiddar skattfrjálst til áhafna „pr. reisu“, og ýmislegt því um líkt. Hópur lögfræðinga matar að sjálfsögðu krók sinn í öllu þessu vafstri, en illa gengur að koma hinum seku í snöruna, vegna pappíraflækju og útúr- snúninga við málin. En blessuð skipin sigldu og sigla víst enn. Suðurríkin sækja á New Orleans hefur náð í 1. sætið í U.S.A. sem sú höfn, er umhleður mestum vörum, inn og út. Áður hélt New York þessu sæti. New Orleans sá um 167 millj. tonna, 1979. 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.