Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 38
Hafnfiröingur á kóngaveiðum Á dögunum þegar ég ætlaði að fá hann vin minn Helga Harrýs- son með mér út úr bænum ákveð- inna erinda, kom hann mér heldur betur á óvart. - Ég skal koma ef hann verður vestan, en ef það verður landátt þá þarf ég að fara út á trillunni. — Ertu að róa eitthvað núna? - Ég er að veiða beitukóng. Ég gapti víst svolítið í símtólið, áður en ég kom út úr mér: Lof mér að koma með. Svo leggjum við frá landi í hægri suðaustan golu á trillunni sem þeir Helgi og faðir hans, Harrý Sonderskov gera út á þessar sérkennilegu veiðar. Þetta er eftir vinnu, því að þessar veiðar eru al- gert aukastarf. Trillan heitir því yfirlætislausa nafni Dropi. Engin hætta að hafið móðgist við slíkri nafngift. Við siglum út Hafnar- fjörð. — Hvemig datt þér í hug að byrja á svona veiðum? — Ja, pabba datt þetta í hug af rælni. Hann var úti í Frakklandi í fyrra og þá pantaði hann sér svona kuðung á veitingahúsi. Svo lang- aði hann til að reyna að veiða hann hér. - Hvað gerið þið við veiðina? — Fyrst veiddum við bara fyrir okkur sjálfa. En svo var hann eitthvað að gera við niðri í Torfu, veitingahúsinu, á vegum Ofna- smiðjunnar, þar sem hann vinnur. Þá talaði hann við yfirkokkinn um þetta, og hann vildi endilega prófa kuðunginn. Við höfum selt í þrjú veitingahús, Torfuna, Hótel Holt og Amarhól. - Hvemig veiðið þið hann? — I gildrur. — Er hann veiddur þannig erlendis? - Já. Þetta er gert svona til að Skrifstofumaður. Rétt eins og knapinn kóngur um stund — og veiðir kónga. koma í veg fyrir að maður veiði dauðan kuðung. Sá dauði skríður auðvitað ekki inn í svona gildrur. - Hvar fengið þið gildrur? - Bjuggum þær til sjálfir. — Höfðuð þið fyrirmyndir? - Nei, en við vissum að þær væru gerðar einhvem veginn svona eins og við fórum að. — Hvað hafið þið margar gildrur? — Sex. - Og aflinn? - Við höfum oft fengið þetta 10-12 kíló, best 25 kíló Það er örstutt út í gildrumar VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.