Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 43
r
Baldur Oskarsson:
Dráttarkarlínn
Smásaga
Saga sú, sem hér er skráð, mun
sjálfsagt af flestum verða talin
lýgisaga. Svo er þó ekki. Sagan er
dagsönn.
Svo sem kunnugt er hljóðar eitt
grundvallarlögmál eðlisfræðinnar
uppá að orka geti aldrei glatast,
aðeins skipt um form. Þetta kalla
þeir lögmálið um varðveislu ork-
unnar. Af því leiðir eiginlega að
orka geti aldrei orðið til af engu,
sem aftur er af fróðum mönnum
Bragi Óskarsson er fæddur á
ísafirði árið 1951. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð vorið
1977 og hefur síðan stundað
ýmis störf. Blaðamaður hefur
hann verið á Morgunblaðinu
frá því vorið 1980. Tvær sögur
hafa birst eftir hann í Lesbók
Morgunblaðsins, „Dauðinn á
leiðarenda“ og „Nýi verk-
stjórinn,“ hvorutveggja smá-
sögur.
VÍKINGUR
talið útiloka að hægt sé að smíða
svokallaða „eilífðarvél". Margir
mestu hugvitsmenn heims hafa
spreytt sig á að smíða slíkar
maskínur þó engum hafi tekist
það til þessa. Eiginlega hef ég
aldrei skilið hvers vegna það ætti
ekki að vera hægt og reyndar hef
ég séð eina slíka, — þessi frásögn
er einmitt um hana. En þar sem
æðstuprestar náttúruvísindanna
hafa marglýst því yfir að óhugs-
andi sé að smíða slíkar vélar og
renna stoðum undir þennan Saló-
monsdóm með ginheilögum lög-
málum eðlisfræðinnar, grunar
mig að orð mín, óskólagengins
manns, verði af flestum léttvæg
fundin.
En hvað sem öllum efasemdum
líður, söguna segi ég hreint út rétt
eins og hún gerðist. Þeim sem
fengið hafa hleypidóma vísind-
anna á heilann og líklega kalla
mig lygara, vil ég benda á að þeir
sem þekkja, vita að ég er ekki
vanur að fara með ósatt mál og
eru áreiðanlega tilbúnir að bera
það hvenær sem er. Staðreyndir
eru staðreyndir hvað svo sem allir
heimsins vísindamenn segja eða
gera.
Atburðir þeir sem hér greinir
frá gerðust á Stúfeyri við Þöngla-
fjörð vorið 1959. Mér er þetta vor
sérstaklega minnisstætt vegna
þess að þá lauk ég svokölluðu
fullnaðarprófi frá barnaskól-
anum. Við strákarnir vorum als-
hugar fegnir að vera loks að fullu
og öllu lausir við þá þungbæru
kvöð sem okkur þótti skólinn
vera. Loksins gátum við um frjálst
höfuð strokið og þyrftum ekki
framar að hírast við skólaborð og
stauta í skólabókum.
Og þetta vor var ég einmitt í
fyrsta skipti til sjós, hafði verið
ráðinn sem hálfdrættingur á móti
félaga mínum á mótorbátinn
Skarf. Ég og félagi minn, Lárus
Ólafsson, þóttumst heldur en ekki
menn með mönnum og gátum
ekki að okkur gert að líta dálítið
niður á hina strákana, sem flestir
urðu að láta sér það lynda að ráfa
um iðjulausir, — það var ekki
laust við að þeir væru hálfgerð
börn í okkar augum sem nú
vorum orðnir fullorðnir menn.
Það hafði fiskast prýðilega urn
vorið og gæftir verið sæmilegar
einkum eftir að kom framá. Allt
hafði verið í lukkunnar velstandi
hjá okkur og afli góður eftir því
sem gerðist. Nema þá skeði það
einu sinni þegar við vorum rétt að
ljúka við að draga, að dráttarkarl-
inn stöðvaðist og fékkst ekki af
stað aftur hvernig sem véla-
maðurinn, hann Rúnki, bar sig að.
Vegna þeirra sem ekki þekkja
til línuveiða ætla ég að útskýra í
nokkrum orðum hvað dráttarkarl
er og hvaða hlutverki hann gegnir.
I gamladaga var línan jafnan
dregin á höndum og hefur það
áreiðanlega verið bæði erfitt starf
og lýjandi. Nú hefur vélvæðingin
leyst mannshöndina af hólmi á
þessu sviði sem á svo mörgum
öðrum og er nú notað eins konar
spil til að draga línuna. Þetta spil
er nefnt dráttarkarl. Hann dregur
línuna og leggur hana jafnframt
niður í balann. Dráttarkarlinn er
43