Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 50
7. Ráðleggingar varðandi viðgerðir. Þurrkið og hreinsið þann hluta bátsins, sem líma á. Klippið hæfi- lega stóra bót með ávölum horn- um. Bótin skal vera 2 cm. stærri en gatið, sem gera á við. Rífið bótina og lekastaðinn með sandpappír, berið lím á báða fleti og látið þoma í 3—4 mínútur. Aftur skal iím borið á báða fleti og látið þorna vel. Að lokum, þrýstið bót- inni á lekastaðinn og sléttið úr henni með fingrunum. Eftir u.þ.b. 60 mínútur, dælið lofti í bátinn fyrir það loft, sem lekið hefur út. 8. Dvölin í bátnuin. Felið æðsta foringja eða ykkar reyndasta manni stjóm bátsins. Hann deilir vatni og vistum og gefur fyrirmæli. Vistum er ekki úthlutað fyrstu 24 klst. Með þessu móti hefur þörf líkamans til neyzlu verið sett niður. Kynnið ykkur gúmbjörgunarbátinn að innan, t.d. hvemig hinir ýmsu hlutar og tæki vinna. Klæðið ykkur í álpokana, sem fylgja bátnum. Sitjið eða liggið þétt saman til að halda á ykkur hita. Ef þið eruð blaut, farið þá úr fötunum, vindið þau og klæðist aftur. Rök klæði eru betri en engin klæði. Haldið stöðugan vörð í dyragættinni til að huga að skipum eða flugvélum. Notið flug- eldana aðeins, ef einhver von er um björgun. Lesið leiðbeiningam- ar á flugeldunum og handblys- unum vandlega fyrir notkun. Haldið flugeldunum og handblys- unum vel út frá bátnum til þess að forða bæði bát og mönnum frá tjóni. Sparið rafhlöðumar eins og mögulegt er. Ef sól er á lofti, notið spegilinn til merkjagjafa. Notið austurtrogið og svampinn til að ausa og þurrka upp vatn í botni bátsins. Fleygið engum hlut út úr bátnum eins og t.d. umbúðum. Slíka hluti má nota til einangrunar í botn bátsins. Regnvatni má safna i plastbrúsa frá safntregt á þaki bátsins. Fyrsta vatninu, sem tapp- að er frá þaktregtinni skal fleygt, þar sem það er trúlega saltmengað. VIÐVÖRIJN: Drekkið aldrei sjó, þar sem það eykur mönnum þorsta. 9. Haldið bátnum alltaf fullpump- uðum. Eftir langa dvöl í bátnum kann að reynast nauðsynlegt að loftfylla bátinn á nýjan leik. Munið eftir að setja tappana í ventlana. 10. Báturinn kjölréttur. Ef báturinn er fullmannaður, hvolfir honum trúlega ekki. Ef bátnum hins vegar hvolfir, t.d. við útsetningu, má auðveldlega koma honum á réttan kjöl aftur. Sá hluti bátsins, sem koltvísýringsflaska er fest á liggur dýpst í sjónum. Standið með báða fætur á koltví- sýringsflöskunni, grípið báðum höndum um línuna, sem liggur þvert undir botn bátsins, homrétt á koltvísýringsflöskuna. Stjómið bátnum þannig, að sá hluti hans, sem andspænis flösk- unni er, snúi upp í vindinn. Með snöggu bakfalli, þar sem líkams- þunganum er beint frá bátnum, er báturinn réttur við. I hvössum vindi er vissara fyrir þann, sem þetta gerir, að hafa líflínu bundna um mittið, þar sem báturinn gæti fokið frá honum að öðrum kosti. Ósyndur maður ætti ekki að sleppa línunni, sem liggur þvert undir bátinn, heldur láta bátinn velta yfir sig og handlása sig síðan eftir lín- unni upp í bátinn. 11. Hvað gera skal ef sjálfvirkur uppblástur bátsins bilar. Ef sjálfvirkur uppblástur bátsins er ekki í lagi fyrir einhverja slysni, þá stökkvið í sjóinn, syndið að bátnum, rífið límbandið eða svarta gúmmístrimilinn í burtu, sem lokar töskunni eða hylkinu og togið í flöskuvírinn, sem gerir koltvísýr- ingsflöskuna virka. Ef þetta dugar ekki, blásið bátinn þá upp með handpumpunni úr gúmbjörgunar- bátnum. 12. Leiðbeiningar varðandi hitabeltisloftslag. í sterku sólskini: Hleypið loft- inu úr botninum, svo sjórinn kæli bátinn. Dyrunum skal haldið opn- um. Tjaldþekjunni skal haldið rakri, svo og klæðum fólks. Hellið svolitlu vatni í botn bátsins. Vemdið háls og andlit fyrir sól- bmna. Að nóttu til: Dælið botninn upp, haldið honum þurrum og hafið innganginn lokaðan. 13. Björgun frá þyrlu. Ef þyrla getur ekki tekið slasað fólk eða veikt frá skipinu sjálfu, þá látið gúmmílífbátinn fyrír borð. Leyfið honum að þenjast út og dragið hann síðan að skipshlið- inni. Hleypið lofti úr bogunum, sem halda tjaldþekjunni uppi, þannig að hún leggist niður í bát- inn. Varpið út rekakkerí. Komið hinum slasaða um borð í gúm- björgunarbátinn ásamt hjálpar- mönnum. Beinið skipinu upp í vindinn og keyrið hæga ferð áfram. Ef vindur er hvass, keyrið þá svo hæga ferð að skip og bátur rétt mjakast áfram. Fjarlægð á milli skips og gúmbjörgunarbáts þarf að vera 30—50 metrar. Notið hæfi- lega sveran kaðal fyrír fangalínu. Undir öllum kringumstæðum, þar sem þyrla er notuð til björg- unar frá gúmbjörgunarbát, verður þekjan að liggja niðrí og sjúkling- urínn eða sá slasaði þar ofan á, að öðrum kosti virkar þekjan eins og segl fyrir hvirfilvindi þyrluspað- anna. 14. Lokaorð. öll áreynsla eyðir orku. Hún eykur mönnum svita og um leið þorsta. Slæm loftræsting í bátnum veldur þreytu og svefni. Umfram allt, örvæntið ekki. 50 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.