Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 7
Hafa mælt 220 þús. tonn af loðnu Rannsóknarskipin Bjami Sæ- mundsson og Ámi Friðriksson eru enn við stærðarmælingar á loðnu- stofninum við Norður- og Austur- land. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Víkingur hefur aflað sér, þá mældust um 220 þús. tonn af loðnu á svæðinu frá Hvalbak og suður með Austurlandi. Fyrir norðan Hvalbak fundu rannsókn- arskipin lítið sem ekkert af loðnu, en að vísu var erfitt um mælingar þar, sökum vonsku veðurs. Síðustu daga hafa rannsóknar- skipin verið við mælingar austur og norður af landinu, en ekki er enn vitað um árangur af mæling- um þar. Þeir eru margir, sem vona að þar finnist loðna, því yfirleitt hafa komið þrjár loðnugöngur suður með Austfjörðum og menn vonast til að loðnan sem mældist á Hvalbakssvæðinu, sé fyrsta gang- an. Hins vegar, ef loðnan, sem þar mældist er öll sú loðna, sem virðist ætla að ganga upp að landinu í vetur, þá koma mælingamar nokkuð heim og saman við þær mælingar sem íslendingar og Norðmenn gerðu í fyrrahaust, en þá mældist loðnustofninn 265 þúsund tonn. Því verða menn að vona að rannsóknarskipin finni meiri loðnu, því það er eina vonin til þess að heimilað verði að veiða einhverja loðnu til manneldis á þessum vetri. Japanir hafa þegar líst því yfir að ef íslendingar bjóði ekki eitthvert magn af hrognum og frystri loðnu í vetur, þá sé óvíst hvort þeir komist á ný inn á jap- anska markaðinn, en Norðmenn eru einráðir á þessum mikilvæga markaði sem stendur. Lögin eru stundum undarleg. Borgarar í Oklahoma mega bera skammbyssur því aðeins að þeim sé veitt eftirför af Indíánum. í Kentucky má maður ekki ganga á eftir múlasna án þess að tala við hann fyrst. í borg í N- Carolina er það andstætt lögum að lest flauti eða hundur gelti eftir að dimmt er orðið. í annari borg í sama ríki er ólögulegt að hrjóta svo hátt, að það trufli næturró nágrannanna. Kona nokkur, vissulega af léttara skeiði, fékk sér bað. Þar eð hún var allvel í holdum, festist hún í kar- inu og gat sig hvergi hreyft. Tók hún því til þess ráðs, sem kvenfólki er jafnan tiltækast, sem sé að æpa og hjóða af fullum hálsi. Maður hennar kom brátt á vettvang, en fékk engu áorkað, þrátt fyrir heiðarlega tilraun. Þá datt manninum helst í hug að leita til kunningja sins í nágrenninu. Sá kunni ráð við hverskonar vanda, einkum þó að eigin mati. En til þess að konukindin hefði eitthvert fíkjublað á meðan, tók maðurinn ofan harðkúluhattinn og setti hann á viðeigandi stað. Svo þegar sá ráðsnjalli kom, virti hann fyrir sér ástandið með spekingssvip, kvað síðan upp sinn hæstaréttardóm: — Ég treysi mér jú til að bjarga konunni, en þessi náungi með hattinn — ég mundi segja, að hann væri algerlega glat- aður! Haltu blómunum aðcins neðar. VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.