Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 33
anna sem taka þátt í veiðunum er það eina sem ákveður stærð botn- vörpunnar. Kostur þess að nota tvílembingstroll er meðal annars að op vörpunnar verður mjög stórt. Auk þess virkar vírinn milli skips og vörpu fælandi á fiskinn. Ef fiskurinn er nærri botninum flýr hann frá vímum beint inn í vörpuna. Notkun flotvörpu hent- ar best þegar fiskurinn er dreifður frá botni og upp að 40 metrum. Við slíkar veiðar er nauðsynlegt að hafa „fisk“ á flotvörpunni til þess að fylgjast með staðsetningu hennar. Tilraunir með þessi veið- arfæri við kolmunna og gulllax- veiðar hófust í fyrra. Fyrst og fremst var togtæknin við tvílembingstog könnuð. Ár- angurinn var mjög góður. í ágúst og september í ár fara fram til- raunir með nýja gerð veiðarfæris sem var hannað eftir að árangur tilraunanna frá því í fyrra lá fyrir. Þetta veiðarfæri er sambyggð botn- og flotvarpa. Markmiðið er að hafa veiðaiíæri sem hentar bæði þegar fiskurinn er nærri botni og þegar hann er fjær botni. Stór hluti togbáta sem veiða í bræðslu nú þegar koma til greina við þessar veiðar. Sumarið er yfirleitt dauður tími fyrir þessa báta. Því kemur mjög til greina að þeir slái sér saman á tvílembings- Efst: Flotvarpa. Miðja: Venjuleg botnvarpa. Neðst: Botnvarpa með stóru opi. veiðar því þær eru alls ekki svo dýrar. Auk þess hafa flestir skip- stjórnarmenn þessara báta langa reynslu í togveiðum í Norðursjó. F.S. Lítum til Færeyinga Global Chemical Tankers Ltd. Þórshöfn, nýstofnað sigl- ingafélag, á 2 tankskip (chemical) í smíðum, stærð hvors skips 3900 tonn dw. 3806 m3, verð hvers skips 75 millj. dkr. Þeir eiga 5—6 önnur skip í smíðum, svo ekki verður langt þangað til þeirra floti verður stærri en sá ís- lenski. Ekki mun þá skorta yfirmenn, því meira en fjórði hver yfirmaður á danska flot- anum er Færeyingur. Meistaraskortur á danska kaupskipaflotanum Þrátt fyrir að útgerðimar bjóði upp á lífstíðarráðningu, og ungir og dugandi vélstjórar nái toppstöðu á mettíma virð- ist vélstjóraskortur á kaup- skipunum fara stöðugt vax- andi. Kenna útgerðimar þetta hinum miklu og sívaxandi möguleikum vélstjóranna til að fá góða og vellaunaða vinnu í landi. Ekki er þeim heldur grunlaust um, að eiginkonumar séu harðari af sér en mæður þeirra við að „draga þá í land“. Samkvæmt könnun, er framkvæmd var í nóvember sl. vantaði 175 vél- stjóra á skipin. Konur sem skipstjórar 6 konur eru stýrimenn á danska verzlunarflotanum. Einungis ein þeirra gegnir skipstjórastörfum ca. 4 mán- uði ársins, leysir af föður sinn á 1000 tonna coaster. Sam- kvæmt upplýsingum The Thelegraph eru ca. 160 rúss- neskar konur skipstjórar, en þar af eru aðeins 10—12 skip- stjórar á millilandaskipum, hinar eru á fljóta- og vatna- skipum. VÍKINGUR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.