Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Qupperneq 33
anna sem taka þátt í veiðunum er
það eina sem ákveður stærð botn-
vörpunnar. Kostur þess að nota
tvílembingstroll er meðal annars
að op vörpunnar verður mjög
stórt. Auk þess virkar vírinn milli
skips og vörpu fælandi á fiskinn.
Ef fiskurinn er nærri botninum
flýr hann frá vímum beint inn í
vörpuna. Notkun flotvörpu hent-
ar best þegar fiskurinn er dreifður
frá botni og upp að 40 metrum.
Við slíkar veiðar er nauðsynlegt
að hafa „fisk“ á flotvörpunni til
þess að fylgjast með staðsetningu
hennar. Tilraunir með þessi veið-
arfæri við kolmunna og gulllax-
veiðar hófust í fyrra.
Fyrst og fremst var togtæknin
við tvílembingstog könnuð. Ár-
angurinn var mjög góður. í ágúst
og september í ár fara fram til-
raunir með nýja gerð veiðarfæris
sem var hannað eftir að árangur
tilraunanna frá því í fyrra lá fyrir.
Þetta veiðarfæri er sambyggð
botn- og flotvarpa. Markmiðið er
að hafa veiðaiíæri sem hentar
bæði þegar fiskurinn er nærri
botni og þegar hann er fjær botni.
Stór hluti togbáta sem veiða í
bræðslu nú þegar koma til greina
við þessar veiðar. Sumarið er
yfirleitt dauður tími fyrir þessa
báta. Því kemur mjög til greina að
þeir slái sér saman á tvílembings-
Efst: Flotvarpa.
Miðja: Venjuleg botnvarpa.
Neðst: Botnvarpa með stóru opi.
veiðar því þær eru alls ekki svo
dýrar. Auk þess hafa flestir skip-
stjórnarmenn þessara báta langa
reynslu í togveiðum í Norðursjó.
F.S.
Lítum til Færeyinga
Global Chemical Tankers
Ltd. Þórshöfn, nýstofnað sigl-
ingafélag, á 2 tankskip
(chemical) í smíðum, stærð
hvors skips 3900 tonn dw.
3806 m3, verð hvers skips 75
millj. dkr. Þeir eiga 5—6
önnur skip í smíðum, svo ekki
verður langt þangað til þeirra
floti verður stærri en sá ís-
lenski. Ekki mun þá skorta
yfirmenn, því meira en fjórði
hver yfirmaður á danska flot-
anum er Færeyingur.
Meistaraskortur á
danska kaupskipaflotanum
Þrátt fyrir að útgerðimar
bjóði upp á lífstíðarráðningu,
og ungir og dugandi vélstjórar
nái toppstöðu á mettíma virð-
ist vélstjóraskortur á kaup-
skipunum fara stöðugt vax-
andi. Kenna útgerðimar þetta
hinum miklu og sívaxandi
möguleikum vélstjóranna til
að fá góða og vellaunaða
vinnu í landi. Ekki er þeim
heldur grunlaust um, að
eiginkonumar séu harðari af
sér en mæður þeirra við að
„draga þá í land“. Samkvæmt
könnun, er framkvæmd var í
nóvember sl. vantaði 175 vél-
stjóra á skipin.
Konur sem skipstjórar
6 konur eru stýrimenn á
danska verzlunarflotanum.
Einungis ein þeirra gegnir
skipstjórastörfum ca. 4 mán-
uði ársins, leysir af föður sinn
á 1000 tonna coaster. Sam-
kvæmt upplýsingum The
Thelegraph eru ca. 160 rúss-
neskar konur skipstjórar, en
þar af eru aðeins 10—12 skip-
stjórar á millilandaskipum,
hinar eru á fljóta- og vatna-
skipum.
VÍKINGUR
33