Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 23
Starfsmaður Ríkisskips á Patreksfirði, Guðmundur Sigurðsson, segir hér eitthvað skemmtilegt við Hilmar. Guðmunur orti vísu um Velu birtist hú í frásögninni. polla. Nú var því komið til kasta þeirra Ragga og Sigurds, 2. stýri- manns að festa endana að framan, þannig að skipið lægi rétt. Haug- land skipstjóri bakkaði örlítið eða tók áfram, hljóp úr hliðardyr- unum í brúargluggann þar sem hann kallaði niður á framdekkið til þeirra félaga sem bisuðu við kaðlana, festu þá ýmist eða los- uðu. Að lokum lá skipið rétt og lúguopið var opnað. Patreksfirð- ingar létu þau orð falla að ekki hefðu allir íslenskir skipstjórar klárað að leggjast að í þessu veðri. Sement og kúafóður til Patró Lestun og losun á Velu gengur mun fljótar fyrir sig en t.d. á Esju, þar sem hífa þarf gámana upp úr lest á undirlestunum tveim eru lyftarar sem aka brettum eða gámum á lyftupall sem er við opið á millidekkinu. Síðan ekur lyftari VÍKINGUR úr landi upp hallann sem myndast þegar lúgan er opnuð og hirðir bretti og gáma í land. Af milli- dekkinu er lyftunni stjómað en hún flytur vörurnar úr undirlest- unum upp í opið. Hilmar „supercargo“ afhendir af- greiðslumönnunum á Patró pappírana og unnið er af kappi við að keyra brettum með sementspokum, gosdrykkj- um, kúafóðri, timbri o.fl. í land. Bíll frá Tálknafirði og Bíldudal er mættur á staðinn og nýlenduvör- um frá Sambandinu er raðað í gám á bílpallinum. Vörur til kaupfélaganna eru fluttar í nýrri tegund grinda sem þeir losa í gáminn. Kallarnir gera grín að því að hægt sé að panta fjórar dósir af rauðbeðum og fá þæi sendar í kaupfélagið og að einu sinni hafi fjórar dósir verið endursendar þegar of mikið barst. Lágvaxinn, kímileitur maður í gamalli úlpu með húfu á höfði, vinnur við móttöku á Patreksfirði. Hann kemur um borð og er spaugsamur, á hógværan hátt. Þetta reynist vera Guðmundur Sigurðsson, fyrrum bóndi á Barðaströnd. Hann skýtur vísu að Hilmari sem hann orti eftir að þeir töluðu saman í síma fyrr um morguninn, þar sem Hilmar skýrði honum frá veðrinu en kvaðst samt hafa sofið ljómandi vel. Hún er svona: Vela mörgum veitir ró þó vanti ástarblossa. Hún er vot af söltum sjó sem um brjóstin fossa. Vona ég að höfundi mislíki ekki birtingin því vísan er góð. Á Patreksfirði var fólk sem vantaði far til ísafjarðar en land- leiðin þangað var ófær. Því miður varð Hilmar að neita því um far því aðeins ein aukakoja er um borð og hana hafði blaðamaður Víkings til umráða. í svona veðri kvað Hilmar ómögulegt að lofa mönnum fari án þess þeir hefðu kojur. Um klukkan hálf fjögur var losun lokið á Patreksfirði og landfestar leystar. Lyftarinn úr landi hirðir brettin af lyftupallinum i lúguopinu á millidekkinu. Viða þarf ekki nema tvo menn í landi til að taka á móti skipunum, einn góðan lyftarmann og annan til að taka á móti gámunum af dekkinu. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.