Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 26
en eins og allir vita eru mánu-
dagskvöid ekki þau skemmtileg-
ustu á skemmtistöðum borgar-
innar.
Vinnutíma Norðmannanna er
þannig háttað að flestir eru tvo
mánuði um borð og einn mánuð
heima í Noregi. íslendingarnir eru
hins vegar þrjár vikur á sjó í einu
og síðan eina viku í landi.
4Vi tíma sigling
frá Þingeyri til Flateyrar
Um klukkan hálf tíu að kvöldi
var komið til Þingeyrar. Skipaút-
gerðin fær alls staðar afgreiðslu á
hvaða tíma sólarhrings sem er
Meðan unnið er í höfnum getur Nils kokkur sest niður og slappað af. Hann segist langa
til að sigla um suðlægari slóðir og ætlar að reyna að fá pláss á öðru skipi fljótlega.
Þama sést losunarkraninn sem hífir gáma allt að fimm tonnum. Stóra bóman fyrir aftan
hann hífir hins vegar hluti sem vega fimm til tuttugu og átta tonn.
26
nema í Reykjavík og á Akureyri.
Víða þarf ekki nema tvo menn til
að taka á móti skipunum, vanan
lyftaramann og annan til að taka á
móti stóru gámunum af dekkinu.
Á Þingeyri var vani lyftaramað-
urinn í fríi og tafði það nokkuð
losunina. Einnig var snjókoma og
slæmt skyggni til trafala. Nærri lá
við að frystigámurinn sem hífður
er ofan af dekki með krananum,
lenti ofan á lyftaranum því
stjórnandi hans ók undir gáminn
án þess að taka eftir honum. Þeir á
Þingeyri fengu mörg bretti af biki
og þakpappa því verið er að
stækka hjá þeim frystihúsið,
kassaumbúðir fyrir útflutnings-
vöru sína og matvörur. Síðan voru
lestuð 23 bretti af gærum til
Akureyrar. Var það rúmur helm-
ingur af ullarframleiðslu þeirra
Dýrfirðinga á þessu hausti. Um
klukkan ellefu var lestun lokið og
síðan var siglt út í myrkrið í átt til
Flateyrar.
Þó að Flateyri sé í næsta firði,
tók siglingin þangað fjóra og
hálfan tíma. Vindurinn var kom-
inn upp í tólf stig en eins og Guð-
mundur á Patró sagði, veitir Vela
mörgum ró þó sjórinn fossi um
brjóstin hennar. Hávaðinn frá
akkerunum venst líka svo líklega
hefur Sigurd, 2. stýrimaður verið
VÍKINGUR