Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 52
meðalneysla á fiski minnkað úr40
kg/einstaklingur niður í 30 kg/-
einstaklingur pr. ár. Sem betur fer
virðist fiskneysla nú á hægri upp-
leið. Það er stefna stjórnvalda að
meðalneysla á fiski pr. einstakling
á ársgrundvelli skuli vera árið
1990, 40 kg. Við eigum að borða
meiri fisk vegna þess að hann
inniheldur prótín, vítamín og
málmsölt. Auk þess gefur hann
litla orku. Feitur fiskur er mikil-
vægur vítamín D brunnur. Auk
þess er sjávarolía fjölómettuð sem
er mjög jákvætt. Og þar sem Nor-
egur er fiskiþjóð eigum við að
borða meira af eigin framleiðslu.
Árið 1979 borðuðum við álíka
mikið af fiski eins og Svíar. Svíar
hafa reyndar aukið fiskneyslu sína
jafnt og þétt síðan 1960. Ekki
borða allir jafn mikið af fiski og
það skiptir máli hvar við búum
þegar talað eru fiskneyslu. Fólk
við ströndina borðar meiri fisk en
fólk til sveita. Þeir sem búa í þétt-
býli borða líka meiri fisk en þeir
sem búa í strjálbýli. Athuganir
meðal neytenda sýna að einstakl-
ingar og hjón án barns borða meiri
fisk en barnafjölskyldur. Það sýnir
sig einnig að fiskneysla minnkar í
barnafjölskyldum eftir því sem
börnin verða fleiri. Eldra fólk
borðar meiri fisk en yngra. Það
sýnir að við verðum að vinna að
því að fá yngra fólkið til að borða
meiri fisk. Mest af fisknum sem
við borðum í dag er notað í heita
máltíð en fiskur er líka ágætt
álegg.
Hvers vegna borðum við minna
af fiski? Ástæðurnar eru sjálfsagt
fjölmargar t.d. skipta verð, mark-
aðir o.fl. máli. Árin 1975-80
hækkaði fiskverð minna en
verð flesta annarra
matvara. Þrátt fyrir þetta
jókst neyslan ekki. A siðustu 15
árum hafa 75% af fiskbúðunum
lagt upp laupana. Fyrir marga er
í dag mun erfiðara að fá nýjan
fisk en nýtt kjöt sérstaklega í
dreifbýli. í matvöruverslunum er
líka minna gert fyrir fisk en kjöt
svo sem tilboðsverð, kynningar og
matreiðslumöguleikar. Einnig má
minna á niðurstöðu athugana
meðal húsmæðra, en flestar þeirra
telja fisk heilsusamlegri en kjöt.
Samt sem áður kaupa þær frekar
kjöt en fisk. Þær töldu að heimil-
isfólkið kynni frekar að meta kjöt
en fisk. Áuk þess töldu þær að
auðveldara væri að matbúa fisk en
kjöt. Þetta ættu markaðsráðgjafar
að taka til athugunar.
Hvað er til ráða? Næringarráð
Ríkisins (NR) telur það vera eitt af
sínum mikilvægustu verkefnum í
framtíðinni að auka fiskneyslu
meðal landsmanna. Árið 1980
efndi NR til ráðstefnu um þetta
mál. Voru þátttakendur sammála
um að við verðum að auð-
velda fisksölufyrirkomulagið
þannig að fólk ætti auðveldara
með að nálgast fisk. Við verðum
að gæta þess að halda í við gamla
siði við matartilbúninginn. Við
verðum að fá fólk til að hafa já-
kvætt viðhorf til fisks. Við verðum
að koma fisknum inn á nýja
markaði svo sem fiskihamborgur-
um. Við verðum að fjölga þeim
dögum þegra fiskur er í soðið og
við verðum að auka fiskiálegg. Þó
að við myndum bæta við aðeins
einni brauðsneið á dag með fiski-
áleggi gæti það þýtt á ársgrund-
velli aukning í fisknotkun sem
samsvarar allt að 5 kg á ári pr.
einstakling. Og það er hvorki
meira né minna en helmingur
æskilegrar aukningar í fiskneyslu.
Þar með luku sérfræðingar máli
sínu og sjónvarpskokkurinn Ingrid
E. Hoving hélt stutta tölu um
hvernig matbúa má fisk og gerði
grein fyrir þeim réttum sem
blaðamönnum var boðið upp á
þar á eftir. Þar voru á boðstólnum
hinir ýmsu réttir gerðir úr loðnu,
laxi, ál, silung, makríl, síld og fleiri
tegundum. Bragðaðist það af-
bragðs vel, sér í lagi kryddloðna og
ver herlegheitunum skolað niður
með úrvals hvítvíni.
F.S.
Sumarvaka
í grös ég geng
sem grænust loga,
og fæ minn feng
í fiðluboga.
Ég leik mín ljóð,
ó lífsins kraftur:
mín gamla glóð
— hún geislar aftur.
Mín fiðla fær
að fagna lengi,
og grasið grær
í geislastrengi.
52
VÍKINGUR