Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 23
Starfsmaður Ríkisskips á Patreksfirði, Guðmundur Sigurðsson, segir hér eitthvað skemmtilegt við Hilmar. Guðmunur orti vísu um Velu birtist hú í frásögninni. polla. Nú var því komið til kasta þeirra Ragga og Sigurds, 2. stýri- manns að festa endana að framan, þannig að skipið lægi rétt. Haug- land skipstjóri bakkaði örlítið eða tók áfram, hljóp úr hliðardyr- unum í brúargluggann þar sem hann kallaði niður á framdekkið til þeirra félaga sem bisuðu við kaðlana, festu þá ýmist eða los- uðu. Að lokum lá skipið rétt og lúguopið var opnað. Patreksfirð- ingar létu þau orð falla að ekki hefðu allir íslenskir skipstjórar klárað að leggjast að í þessu veðri. Sement og kúafóður til Patró Lestun og losun á Velu gengur mun fljótar fyrir sig en t.d. á Esju, þar sem hífa þarf gámana upp úr lest á undirlestunum tveim eru lyftarar sem aka brettum eða gámum á lyftupall sem er við opið á millidekkinu. Síðan ekur lyftari VÍKINGUR úr landi upp hallann sem myndast þegar lúgan er opnuð og hirðir bretti og gáma í land. Af milli- dekkinu er lyftunni stjómað en hún flytur vörurnar úr undirlest- unum upp í opið. Hilmar „supercargo“ afhendir af- greiðslumönnunum á Patró pappírana og unnið er af kappi við að keyra brettum með sementspokum, gosdrykkj- um, kúafóðri, timbri o.fl. í land. Bíll frá Tálknafirði og Bíldudal er mættur á staðinn og nýlenduvör- um frá Sambandinu er raðað í gám á bílpallinum. Vörur til kaupfélaganna eru fluttar í nýrri tegund grinda sem þeir losa í gáminn. Kallarnir gera grín að því að hægt sé að panta fjórar dósir af rauðbeðum og fá þæi sendar í kaupfélagið og að einu sinni hafi fjórar dósir verið endursendar þegar of mikið barst. Lágvaxinn, kímileitur maður í gamalli úlpu með húfu á höfði, vinnur við móttöku á Patreksfirði. Hann kemur um borð og er spaugsamur, á hógværan hátt. Þetta reynist vera Guðmundur Sigurðsson, fyrrum bóndi á Barðaströnd. Hann skýtur vísu að Hilmari sem hann orti eftir að þeir töluðu saman í síma fyrr um morguninn, þar sem Hilmar skýrði honum frá veðrinu en kvaðst samt hafa sofið ljómandi vel. Hún er svona: Vela mörgum veitir ró þó vanti ástarblossa. Hún er vot af söltum sjó sem um brjóstin fossa. Vona ég að höfundi mislíki ekki birtingin því vísan er góð. Á Patreksfirði var fólk sem vantaði far til ísafjarðar en land- leiðin þangað var ófær. Því miður varð Hilmar að neita því um far því aðeins ein aukakoja er um borð og hana hafði blaðamaður Víkings til umráða. í svona veðri kvað Hilmar ómögulegt að lofa mönnum fari án þess þeir hefðu kojur. Um klukkan hálf fjögur var losun lokið á Patreksfirði og landfestar leystar. Lyftarinn úr landi hirðir brettin af lyftupallinum i lúguopinu á millidekkinu. Viða þarf ekki nema tvo menn í landi til að taka á móti skipunum, einn góðan lyftarmann og annan til að taka á móti gámunum af dekkinu. 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.