Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 11
Jónas Guðmundsson, skrifar um ferðamál: Veguriim til Evrópu íslendingar heija útgerð á lúxusferju sem siglir með bfla og farþega til Englands og Þýskalands — og til baka Á þessari öld hafa svo að segja allir hlutir tekið breytingum og ekki hefur ísland farið varhluta af þeim. Lífið er þægilegra, öðruvísi en ef til vill flóknara, einkum ef farið er til fyrstu tuga aldarinnar. Og þótt menn kunni í sjálfu sér að meta tvöfalt gler, ísskápa, hljómtæki, bíla og þotur og önnur föng nýja tímans, þá sakna nú margir hinna góðu gömlu daga, eins og það er orðað, en að sjálfu sér undanskilja þeir þá alla sína vosbúð og vondan peningalegan hag. Það má bera víða niður, til að sjá hvernig andlit daganna breytist með árunum. En fyrir sjómenn eru siglingarnar athyglisvert íhug- unarefni, og reyndar fyrir landsmenn alla. Viðurkennt er, að sigl- ingar eru ekki aðeins nauðsyn, heldur einnig undirstaða lýðveldis- ins og þess þjóðlífs, er hér er lifað. Nú um stundir, á þeim dögum, þegar fleiri en tvær þotuferðir eru að minnsta kosti á degi hverjum til útlanda, og hundruð farþega fara á degi hveijum milli landshluta í flugvélum, er fróðlegt að íhuga, hvernig þessu var háttað fyrir mannsaldri, eða svo. Og í þessari grein verður einungis fjallað um samgöngur á sjó, það er farþega- flutninga á sjó og póstferðir. Farþegaflutningar með skipum Það eru nú liðin rúmlega eitt hundrað ár, síðan reglulegar sigl- ingar, eða póstskipaferðir hófust milli íslands og Danmerkur. Áður voru skip einokunarverslunarinn- ar með þennan flutning. Sam- göngur þessar byggðust á vor- skipunum, en til útlanda var yfir- leitt ekki farið fyrr en síðari hluta sumars, eða í ágústmánuði. Póst- og farþegaskip hófu þá ferðir, en eigi var þó farin nema ein ferð á ári, til að byrja með, eða þar til í lok 18. aldar. Seglskip voru að sjálfsögðu notuð til ferð- anna og árið 1852 var ákveðið að fara þijár póstferðir til íslands á ári, en síðasta seglskipið sem var í þeim ferðum, var SÖLÖVEN, sem var rúmlega eitt hundrað smálesta skip. Var skipinu ætlað að faia þrjár ferðir á ári milli Kaupmanna- hafnar og íslands, en auk þess eina ferð á ári milli Reykjavík og Liverpool, og var sú ferð farin að vetrarlagi. SÖLÖVEN var þó ekki lengi í förum, það fórst vestur á Mýrum í janúarmánuði árið 1858 með manni og mús. Meðal þeirra er fórust voru þrír nafnkunnir kaup- menn, þeir Ditlev Thomsen, Jón Markússon og Snæbjörn Bene- diktsen og á sama stað fórst annað kaupfar, Drei Annars, sem var í eigu mikilsvirts kaupmanns, M W Biering (ísl. kaupmaður). Þetta varð til þess að gufuskip var fengið í póst- og farþegaflutn- inga. Hét skip þetta Arcturus og hafði því verið breytt nokkuð til þessara siglinga. Útgerðin var sem áður M/S F.DDA Nýja bílferjan, sem byrjar í sumar. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.