Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Qupperneq 14
til þess að vekja athygli á að ísland var lengi vel eina eyjan í þessum heimshluta, sem ekki hafði „vegasamband“, en bílferja fyrir ferðamenn er í rauninni ekkert annað en sérstök gerð af þjóðvegi, eða brú. Það verður að segjast eins og er, að mörgum hefur þótt þessi þróun vera hæg, þótt vitanlega hafi margt áunnist. Við erum komnir með bílferju milli Akraness og Reykjavíkur og einnig milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar, að ógleymdum honum Smyrli. Fær- eyingar hafa unnið brautryðj- endastarf í bílaferjusiglingum, og eiga nú heiðurinn af því að hafa 14 innleitt vegasamband milli ís- lands og meginlands Evrópu. Smyrilsferðirnar eru, þótt góðar séu, þó ekki það alhentugasta fyrir ísland, og hafa þann annmarka, að ferðin tekur langan tíma og farþegum er skilað á land á vond- um stað í Noregi, en ekki á hrað- brautir Evrópu. Langan tíma tekur það líka að aka frá þéttbýlustu héruðum landsins á SV horninu, austur á Seyðisfjörð, en það er önnur saga. íslenskt ferjufélag stofnað Árið í ár verður þó að teljast vera merkisár í siglingasögunni, því nú verður í fyrsta skipti reynt að halda úti stóru farþegaskipi M/S EDDU á siglingaleiðinni milli Reykjavíkur / Newcastle í Englandi / Bremerhaven. Getur skipið flutt um 900 farþega og að sögn um 150—170 bíla. M/S EDDA er leiguskip, og er 7800 tonna „lúxusferja“ sem svo er nefnt. Það er skilgreining á skip- um þar sem siglt er á leiðum, sem taka meira en einn sólarhring, og hafa því aðbúnað og skemmtistaði eins og skemmtiferðaskip. Skipið getur siglt með um það bil 20 hnúta hraða og það er búið tölvuuggum, til að draga úr velt- ingi. Verður skipið í vikulegum siglingum með ferðamenn ogbíla. íslendinga sem eru að fara til út- landa. Erlendir ferðamenn munu einnig nota skipið, því það hefur verið „selt“ í Evrópu líka, til ís- landsferða. Fljúga má aðra leið- ina, ef óskað er. EDDA mun hefja ferðir 1. júní og fer síðan hvem miðvikudag áleiðis til áðurgreindra hafna. Áætlun er knöpp, en þá er þess að geta að til að halda áætlun er að- eins gert ráð fyrir að skipið sigli með rúmlega 16 hnúta meðal- hraða til að halda áætlun. Skipið er 127 metra langt og var smíðað í Frakklandi árið 1972. Skipshöfnin sem telur á þriðja hundrað manns, verður að veru- legu leyti íslensk, nema skipinu stjóma, í vél og á þilfari, útlend- ingar, eða Pólverjar. Það eru stóru skipafélögin EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS HF og HAFSKIP HF sem hafa sameinast og stofnað með sér félag um þennan rekstur, og er mér tjáð að þetta sé tilraun. Það er útaffyrir sig skiljanlegt að íslensk skipafélög telji sig þurfa að fara þarna með nokkurri var- úð. Útgerð ferjuskips af þessari stærð er vandasöm og það tekur tíma að vinna markað. En þess má þó geta, að Sameinaða gufu- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.