Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Síða 15
skipafélagið hefur um árabil gert út stórar bílferjur til Færeyja á sumrum. Ferju, sem tekur um 250 bíla og á annað þúsund farþega. Þessi skip bafa siglt milli Þórs- hafnar og Esbjerg. Norðurlandaráð gerði ítarlega könnun, er sýndi að hagkvæmt var að reka farþega- og bílferju milli íslands og hinna NORÐURLANDANNA, MEÐ VIÐKOMU í Skotlandi. Ekki bólar þó á þessari samnorrænu ferju enn þá, en þessar spár sýna þó, að hér getur verið um ábata- samt fyrirtæki að ræða. Og það ýtir ekki einvörðungu undir eyðslu á gjaldeyri. Mikill hluti farþeganna verður erlendur og ís- lenskt vinnuafl og fjármagn skap- ar því gjaldeyri. Án efa eru það vetrarsigling- amar, sem gjöra það að verkum, að skip er leigt, en ekki keypt, til að byrja með, þótt eigi viti ég sönnur á því. Hvaða gagn er að bflferju og vegasambandi yfir hafið? Það er margt sem vinnst fyrir hinn almenna borgara, þegar vegasamband er komið á milli ís- lands og meginlands Evrópu. í öðrum Evrópulöndum geta þeir, sem það vilja ekið að vild sinni milli landa á sínum eigin bílum. Far með feijunni kostar að vísu svipað og ódýrasta gerð af sérfar- gjöldum flugvéla, en ef fjórir eru um bíl, þá er frítt fyrir bílinn. Þá geta menn sett farangur sinn, eða hluta hans í bifreiðina, enn- fremur viðlegubúnað, og enn aðr- ir leigja sér hjólhýsi. Um alla Evrópu eru þúsundir tjaldsvæða, sem eru vöktuð og þar er að finna alla þjónustu, er ferðamaðurinn þarf, en verðið er aðeins brot af því, sem hótelgisting kostar. Full- komið vegakerfi Evrópu bíður síðan íslensku bílanna og menn geta farið um allt England, eða VELKOMMEN OMBORD. Vi har sejlet med passagerer siden 1866. Man sover godt ombordj Sopriserne er ca. det halve aflandpriser. Velkommen ombord. Stórar bílferjur veita mörgum mönnum vinnu. Það skulum við hafa í huga. allt til Miðjarðarhafsins, það er tveggja daga akstur, eða þriggja, eftir því hvað menn leggja á sig. Nú um borð í svona skipum er allt sem nafni tjáir að nefna og greiða má fyrir þjónustu um borð í íslenskum peningum og þjón- ustuliðið er íslenskt. I skipinu er veitingamiðstöð eins og á öðrum slíkum skipum, banki, leikskóli fyrir börn, (bamaheimili) veit- ingabúð, spilavíti og barir, sund- laug, kvikmyndahús, dansstaður og diskótek. Leiksvæði er fyrir böm og skipslæknir er á skipinu. Á þetta er minnst, til að sýna fram á að þama eru mörg at- vinnutækifæri, eða margar vinnur fyrir sjómenn og enginn smáræðis rekstur er þama á ferðinni. Það er Íiví mikið sem við eigum undir, slendingar, ef við verðum ekki of VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.