Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 20
Alltaf er til heitt á könnunni í messanum og þar er setið löngum. F.v. Hilmar, Haugland skipstjóri, Viggo Johannson smyrjari, John Petersen háseti og Anti Rajala sem gengur undir nafninu „Finnland" meðal skipverja. Líklega er Petersen á frívakt og smyrjarinn þarf ekki að vinna í höfnum. Hinir eru að búa sig undir lestun og losun. er leiðarljós þeim sem eru að sigla inn, rauðu ljósin á Landakots- kirkju og Símstöðinni skáru sig líka úr en þau eru til leiðbeininga fyrir flugvélar. Framundan var Akranes, upp- lýst og undarleg ró ríkti í brúnni, þar stóðu fimm skipverjar auk mín og horfðu út í myrkrið. Engin ljós voru kveikt í brúnni. Það er kannske vani eins og ekki er haft Ijós inni í bíl þegar ekið er í rnyrkri. Kannske var róin meiri yfir körlunum af því þeir vissu að veðrið yrði slæmt á leiðinni, kan- nske höguðu þeir sér öðru vísi af því þeir voru með gest innan- borðs. Opdal stýrimaður átti vakt, hann stendur vakt frá klukkan sex á kvöldin til miðnættis og frá sex á morgnana til hádegis. Finnski há- setinn var líka á vakt, stóð við gluggann og horfði út og Haug- land skipstjóri fylgdist með. Þeir töluðu saman á norsku, reyndar á þeirri óskiljanlegu mállýsku, bergensku. Vela er frá Bergen og þaðan eru allir skipverjar nema vélstjórinn sem er frá Álasundi. 20 Finnski hásetinn er giftur berg- enskri konu og býr líka í Bergen. Hafa áður siglt með norskum Áhöfnin samanstendur af tíu mönnum, átta norskum og tveim íslenskum. Þeir eru Johann Haugland skipstjóri, Vidar Opdal 1. stýrimaður, Sigurd Haugland 2. stýrimaður, Káre Gresdal vél- stjóri, Nils Brattholmen kokkur, John Petersen og Anti Rajala há- setar, Viggo Johannson smyrjari, Ragnar Eyjólfsson, Vestmanna- eyingur, háseti og afleysingastýri- maður og Hilmar Snorrason stýrimaður, kallaður „super- cargo“. Það þýðir að hann sér um allt sem við kernur flutningum, er fulltrúi Ríkisskips um borð og gætir hagsmuna þeirra. Einnig sér hann um loftskeytasamband við land því þarkoma málaerfiðleikar Norðmanna inn í. Vela er í eigu Bergenska fyrir- tækisins Star-straum sem á auk þess tvö frystiskip, Kilstraum og Utstraum. Frystiskipið Ljósafoss var áður í eigu þessa fyrirtækis og hét þá Utstraum. Vela og Lynx sem nú nefnist Askja og er í eigu Ríkisskip voru í sjö ár í leigu hjá Bergenske Dampskipeselskab og sigldu þá um Evrópu. Síðan var Lynx leigt til Hafskips í eitt ár og sigldi um Norðurlönd en í febrúar 1981 tók Ríkisskip það á leigu og yfirtók síðan í mars 1982. Nöfnin Vela og Lynx eru nöfn á stjöm- um, annarri á suðurhimni, hinni á norðurhimni. Vela kom til íslands 24. júní 1981 og er mestur hluti áhafnar- innar sá sami og var þá. Reyndar hefur Haugland skipstjóri stýrt Velu mun lengur. Skipið var smíðað í Fevág í Noregi 1974 og er 1100 dw-tonn að stærð. Eins og margir vita hafði Ríkis- skip áður norskt skip á leigu, Coaster Emmy en á því skipi voru fjórir Norðmenn og fjórir íslend- ingar. Meðal íslendinganna sem sigldu á Coaster Emmy voru þeir Ragnar og Hilmar svo þeir eru vanir samskiptum við Norðmenn. Sjónvarpið flaug út á gólf í látunum Við vorum komin fyrir Hval- fjörð og stefnan tekin í NNV. Flestir skipverjar voru komnir í káetur sínar nema þeir sem stóðu vaktimar og Hilmar hringdi á fyrsta viðkomustaðinn, Patreks- fjörð. Venjulega er áætlun á Patreksfirði um átta á miðviku- dagsmorgni en vegna brælunnar gat það dregist. Nú var skipið líka farið að velta all mikið svo ég ákvað að draga mig í hlé. Það gat varla talist mikill aumingjaskapur því flestir skipveijar höfðu gert slíkt hið sama. Fljótlega var mér vaggað í svefn með háttbundnum, notalegum sveiflum til hliðanna og fram og aftur, við og við. Nokkrum sinn- um vaknaði ég þó við mikinn hávaða þegar akkerin slógust upp í skipið og síðan buldi sjórinn á VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.