Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 21
kýrauganu sem var rammlega byrgt utan frá. Þegar ég kom fram um morguninn var mér sagt að sjónvarpið hefði flogið út á gólf í látunum og eldhúsáhöldin líka farið á flakk. Ég studdi mig upp í brú í veltingnum, þar var Opdal kominn á vakt aftur. Við vorum að sigla fyrir Bjargtanga og út- sýnið úr brúnni var hreint stór- kostlegt. Það voru ekki bara fjöllin á stjómborða sem voru tilkomu- mikil, hafið sjálft reis í ótal myndum eins og fjöll og hólar í þúsundatali. Opdal benti mér á það seinna og þarna hefði ég átt að taka mynd en það er gott að vera vitur eftir á, ég átti fullt í fangi með að ganga ein og óstudd um skipið þó ég færi ekki að þykjast fær um að halda á myndavél af nokkru viti. Við vorum u.þ.b. þrem tímum seinna á ferðinni en vanalega, vegna veðursins. Skipverjar sátu að snæðingi þegar ég kom niður aftur, Nils hafði matbúið kál- böggla sem menn borðuðu með bestu lyst. Ég reyndi því að sýnast mannaleg og settist að borðum í yfirmannamessanum. Ekki hafði ég innbyrgt mikið af kræsing- unum þegar ég reis á fætur því maginn neitaði þessu áti. Mér fannst þeir horfa á mig fullir samúðar, norsku skipverjarnir þó eflaust hafi þeim verið skemmt, undir niðri. Þeir brostu og ypptu öxlum eins og þeir vildu segja að þetta væri allt í lagi, allir þyrftu að sjóast. Þegar ég settist aftur við borðið, rétti Gresdal vélstjóri mér þurrt hrökkbrauð sem hann sagði að væri best að borða undir slík- um kringumstæðum. Ég reyndi að koma því niður með nokkrum vatnssopum og nartaði svolítið í kálbögglana síðan stakk ég mér aftur í koju og beið þess að við nálguðumst Patreksfjörð. Haugland snillingur í að leggjast að bryggju Veltingurinn minnkaði og maginn í mér var til í kaffi- drykkju. Skipverjar sátu í mess- anum, í vinnugallanum, tilbúnir til starfa við losunina. Við sötr- uðum kaffi og horfðum á tignar- leg Patreksfjarðarfjöllin út um Það var heilmikið mas á Patreksfirði að festa skipið þannig að lúguopið væri á réttum stað. Það kom í hlut þeirra Sigurds, annars stýrimanns og Ragga, Vestmannacyings að festa framan á. Haugland er eldklár skipstjóri, það svndi hann bæði á Patreksfirði og Flateyri þar sem lagni þurfti til að leggja að bryggju. gluggann. Raggi var kominn í samfestinginn og var með kas- keitið á hausnum. Reyndar hef ég grun um að hann sofi með það. Ég fékk því hressileg stríðnisskot á íslensku sem voru ósköp notaleg og vöktu mig af drunga brælu- siglingarinnar. Ég heyrði á þeim að ekki væri alveg öruggt hvort hægt væri að leggjast að bryggju á Patró því vindur var austan, stóð beint út fjörðinn. Ég fór upp í brú um svipað leyti og þeir hinir tóku sér stöðu á sínum stað, Raggi og 2. stýrimaður fram á að festa, Finn- land, eins og Anti Rajala er oftast kallaður, á dekkið að hugsa um endann að aftan og Opdal að búa sig á stóra kranann. Haugland skipstjóri var ein- beittur á svip þegar hann bakkaði skipinu upp í vindinn og lét það síðan líða mjúklega inn í höfnina undan vindinum. Vela lenti nefnilega einu sinni á uppfylling- unni sem er skjólgarður fyrir höfnina gegn vestanáttinni. En ekki er nóg að vera kominn inn í höfnina. Vegna hliðarlúgunnar verður að festa skipið þannig að lúguopið lendi á milli bryggju- VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.