Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 27
einn vakandi mestan hluta sigl-
ingarinnar.
Nokkra lagni þurfti Haugland
að sýna þegar hann lagði að
bryggju á Flateyri um hálf fjögur
að nóttu. Trilla hafði rekið af
legufærum og lá nú við akkeri
skammt frá höfninni, upplýst af
kastara sem togarinn Gyllir beindi
að henni en hann lá við höfnina.
Skipstjórinn okkar þurfti því að
passa að rekast ekki á trilluna. En
það tókst honum snilldarlega
enda klár skipstjóri.
Ekki tók nema klukkutíma að
losa og lesta á Flateyri, nýtt
grænmeti og ýmsa matvöru fengu
þeir en við kálfahúðir og gærur í
staðinn.
Næsti viðkomustaður var Súg-
andafjörður, þangað komum við
um klukkan sex að morgni
fimmtudags. Hásetarnir sáu um
að koma frystigám niður á
bryggju og Haugland skipstjóri
var að venju niðri í undirlest á
lyftaranum. Hann og Hilmar hafa
komið sér upp ágætis samskipta-
kerfi sem eru gól með vissri
Lóðsbáturinn kom til móts við skipið á Skutulsfirðinum og hafnsögumaðurinn, Kristján
Jónsson, sigldi með inn Sundin. Kristján ætti að kannast við þá leið því hann var
stýrimaður og skipstjóri Djúpbátsins Fagraness um árabil.
Gesturinn í iand
en þeir sigia áfram
Lóðsbáturinn var kominn út á
Prestabugtina og Kristján Jóns-
son, hafnsögumaður vippaði sér
léttilega um borð í Velu. Hann var
hress að venju, skaut út úr sér
gamanyrðum meðan hann horfði
út um brúargluggann á leiðinni
inn Sundin, sötrandi kaffisopa og
tottandi vindil.
Sex skuttogarar lágu í ísafjarð-
arhöfn svo menn efuðust um að
Þó lífið í strandferðum sé einhæft, kostar ekkert að vera hress og brosa örlítið. í íbúð
Opdals 1. stýrimanns eru allir vclkomnir. Raggi eyjapeyi hefur áður siglt með norskum og
reyndar fleiri þjóðum. Hann á ekki í neinum erfiðleikum með tungumálið.
hrynjandi og tóni. Stýrimennirnir
vinna líka báðir við Iestun og los-
un þannig að allir skipverjar eru
við þá vinnu nema kokkurinn,
smyrjarinn og vélstjórinn.
Mjög þröngt er á hafnargarð-
inum á Suðureyri og mesta furða
hvernig lyftaramaðurinn gat at-
hafnað sig þar, komið því fyrir
sem með skipinu kom. En það
tókst eftir smá erfiðleika við að
koma járnrörum út um lúguna,
þau voru nefnilega jafn löng og
lúgan var breið.
Til ísafjarðar komum við svo
klukkan tíu og var þá veðrið orðið
mun betra. Um sama leyti og við
sigldum inn fjörðinn renndi
Fokkerinn sér milli þröngra fjall-
anna en ekki hafði gefið að fljúga
tvo síðustu daga.
VÍKINGUR
27