Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Blaðsíða 37
Fram til þessa hefur einkum
verið rætt um að koma þessu efni
á framfæri með eftirtöldum hætti:
Um borð í íslenskum skipum,
myndefni á myndböndum
(videó-spólum), en notkun
myndbandatækja fer nú mjög
vaxandi í íslenskum skipum.
2. í beinum tengslum og til
stuðning við almenna kennslu í
Sjómannaskólanum, Stýri-
mannaskólanum, Vélskólan-
um og öðrum tengdum skól-
um.
3. Á sérstökum endurmenntun-
arnámskeiðum fyrir starfandi
sjómenn við Sjómannaskólana.
4. í samkomusölum út um land, á
fundum starfsmanna Slysa-
varnafélags íslands og Sigl-
ingamálastonfunar ríkisins,
með sjómönnum, björgunar-
sveitum og slysavarnafólki, en
slíkir fundir eru nú haldnir til
þess m.a. að leiðbeina og
kynna notkun björgunar- og
öryggistækja.
Eins og fyrr er nefnt hefur
nefndin leitað eftir fjárstuðningi
við stonfun myndbankans hjá
fjölmörgum aðilum og fengið yf-
irleitt mjög góðar undirtektir. Þeir
aðilar, samtök og stofnanir er veitt
hafa fé til stofnunar myndbank-
ans eru:
Fiskimálasjóður íslands, Far-
manna- og fiskimannasamband
íslands, íslensku tryggingarfélög-
in.
Þá var samþykkt að veita
nokkurt fé til myndbankans á
fjárlögum fyrir árið 1983. Þetta
ætti að tryggja að á næsta ári verði
hægt að auka verulega framboð á
myndefni frá myndbankanum.
Þessa dagana er unnið að loka-
fragangi á íslenskum texta fyrir
það myndefni sem keypt hefur
verið. Allt myndefni á mynd-
böndum mun verða með íslensku
tali.
Nú er búist við, að hægt verði
að hefja útlán eigi síðar en í lok
þessa mánaðar (janúar 1983).
Þegar útlán hefjast verður boðið
upp á a.m.k. 11 myndir á mynd-
böndum.
Hver titill er fjölfaldaður á 10
spólur. Myndefnið verður hægt að
fá til sýningar á VHS eða Beta-
kerfi.
í þessu fréttabréfi er listi yfir
þær myndir sem á boðstólum
verða þegar bankinn hefur starf-
semi.
Varðandi útlán á myndefni þá
er það stefna þeirra aðila er að
stofnun myndbankans standa að
gjaldtaka fyrir útlán standi ein-
ungis undir kostnaði við viðhald
og eðlilega endumýjun mynd-
banda. Það fjármagn sem mynd-
bankinn fái með beinum fjár-
framlögum frá hagsmunaaðilum
verði notað til kaupa á nýju
myndaefni.
Það er von þeirra aðila sem
staðið hafa að undirbúningi
stofnunar myndbankans að þessi
tilraun til þess að efla öryggi ís-
lenskra sjómanna eigi eftir að
skila árangri þegar tímar líða. Til
þess að svo megi verða er nauð-
synlegt að sem nánast samband og
samvinna takist milli sjómanna og
eigenda skipa annars vegar og
myndbankans hins vegar. Slíkt
samband og samstarf ætti að
tryggja sem best að það sem gert
yrði af hálfu myndbankans væri
íslenskum sjómönnum til goð, þá
væri tilgangnum náð.
Allar frekari upplýsingar um
stofnun myndbankans munu
undirritaðir fúslega veita.
Sk rá yfir mynde 1. janúar 1983 fni
Myndefni kerfi. á myndböndum til sýningar fyrir VHS- og BETA-
Mynd nr. Heiti Lengd
ol Kennslukvikmynd un notkun gúmmíbjörgunarbáta.. 16 mín.
02 Neyðarmerki. 25 —
03 Að slökkva eld. 15 —
04 Undirstöðuatriði slökkvistarfa. 25 —
05 Stjóm og skipulag slökkvistarfa — Fyrri hluti. 26 —
06 Stjórnun og skipulag slökkvistarfa — Seinni hluti. 21 —
07 Björgun með þyrlu úr sjávarháska. 29 —
08 Flutningur á hættulegum varningi með skipum 20 —
09 Eldvarnir. 19 —
10 Neyðarhjálp. 8 —
11 Stöðvun útvortis blæðinga. 8 —
VIKINGUR
37