Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1983, Page 46
úr.
Öryggisáhafnir:
Siglingamálastofnun Nor-
egs, ásamt Norska útgerðar-
manna sambandinu, hafa í
sameiningu soðið saman
beinagrind af áhafnarsvæð-
um, á norsk skip. Talið er að
áhafnir verði að fjölda til frá
8-14 manna á skipunum, eftir
stærð. Þetta eru nefndar
„öryggisáhafnir“ (siglinga-
áhafnir) síðan verður útgerð-
armönnum, í sjálfsvald sett
hverju þeir bæta við af fólki til
viðhalds, hreingeminga á
farmrúmum (tönkum) ofl. á
hverju skipi. Stéttarfélögin
hafa að sjálfsögðu hafið
baráttu gegn þessum fækkun-
um, og benda á að meðal-
dagsvinna stýrimanna á
minnstu skipunum, verði 14
stundir á sólarhring.
Norðmenn hafa rýmkað regl-
umar fyrir því að setja Norsk
skip undir erlendan fána:
Þrátt fyrir rýmkaðar reglur,
er ekki nema 5-10% af norsk-
um skipum, undir erlendum
fána.
Japanir, eru stórhuga:
Japanir eru mjög áhuga-
samir, um stækkun Panama-
skurðarins, auk þess sem þeir
vilja byggja skipaskurð gegn-
um Thailand (yfir í Indlands-
hafið). Ætla þeir sér að fá
þessar áætlanir, inn á fjárlög
1983. Panamaskurð nýjan,
vilja þeir byggja við hlið þess
er fyrir er, og á hann að vera
fær stærstu tankskipum. Arco
Texas, er stærsta skip 89.950
tonn dw. sem farið hefur með
farm, 65.985 tonn af olíu frá
Alaska gegnum skurðinn.
Hörð hríð, er nú gerð að
öldruðum skipum, í höfnum
Evrópu. Menn frá siglinga-
málastofnunum viðkomandi
landa yfirfara allan útbúnað
skipanna og sér í lagi allt, sem
að öryggismálum kveður.
Skipunum er ekki sleppt úr
höfn fyrr en allt hefur verið
fært í lag að kröfum eftirlits-
manna. Þá láta ITF-Menn
ekki á sér standa að glugga í
kaup og kjör og setur allt fast
uns úr hefur verið bætt.
„Corthain“ nefnist skip í
grískri eigu, en undir Möltu-
fána, liggur nú fast í Árhus,
ástand skipsins (1300 tonn
byggt 1958) er slíkt að við-
gerðarkostnaður, ásamt van-
skilum við áhöfn ($100.000)
mun yfirstíga verðmæti skips-
ins. Kaup undirmanna var
1/4 af töxtum ITF, og óttast
nú hafaryfirvöld mjög, að þeir
sitji uppi með skipið um ófyr-
irsjáanlegann tíma. Upplýs-
ingamiðstöð N-V-Evrópu
þjóðanna í þessu samstarfi, er
í St. Malo í Frakklandi. Við-
komandi þjóðir fá á 14 daga
fresti lista yfir allar skoðanir,
er fram hafa farið. Enn hafa
dönsk skip sloppið án alvar-
legra áminninga.
Nú hljóp á snærið, hjá „Surti“
Nærbuxnaútgerð, hvað er
nú það? Hundruð lítilla
danskra kaupskipa, eru í eign
hlutafélaga, sem mynduð eru
af tekjuháum þegnum þjóðfé-
lagsins, er nota hlutdeild sína
til að afskrifa tekjumar yfir á
skipin til afskrifta, og forðast
þannig sem mest þeir mega
skattahít samfélagsins danska.
Einna fyrstir til að uppgötva
þessa smugu voru efnaðir
verksmiðjueigendur á
Norður-Jótlandi, er fram-
leiddu undirfatnað fyrir
kvenfólk, og mun hin broslega
nafngift þannig tilkomin.
Smáskip þessara útgerða sigla
um allan heim, og koma iðu-
lega ekki heim árum saman.
Iðulega hafa þeir menn frá
þróunarlöndunum í áhöfn og
reyna þá iðulega að greiða
þeim mikið lægra kaup, en
danskir launasamningar
kveða á um. Nýlega var
„nærbuxnaútgerðin“ Ida
Hoyer dæmd til að greiða 4
Nígeríumönnum 900.000 dkr.
í launauppbót fyrir undir-
borgun í tæp 2 ár. Auk þess
fékk útgerðin 300.000 dkr. í
sektir. Útgerðarmenn þessir
greiddu þeim svörtu 9 kr.
danskar á tímann, og er það
snöggt um betra en einn ís-
lenskur útgerðarmaður
greiddi svörtum, en sú
greiðsla var 1 dollar á dag allt
innifalið. Sjómannafélag
Reykjavíkur hafði samning-
inn uppi á vegg hjá sér um
tíma, enda skrifaður á ís-
lensku. Annar íslenskur út-
gerðarmaður notaði fána
„Panama" og endaði það
ævintýri með því að skipinu
var „stolið“ frá útgerðar-
manni, og siglt yfir sker og
boða inn til Álasunds, þar sem
það var sett fast því áhöfn
hafði ekki verið greitt kaup í 6
mánuði og viðurgemingur af
skomum skammti. Skipið var
síðar boðið upp.
46
VÍKINGUR