Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Blaðsíða 57
Verðmæti og gæði...
ur sé á þvi hversu gæöi eru
ávallt mikilvæg þvi neytandinn
er sá aðili sem endanlega
greiöirfyrirvöruna.
Samstarf við
fjölmiðla
Einn mikilvægasti þátturinn
i þessu fræöslustarfi hefur
verið samstarf viö fjölmiöla.
Hefur verið samiö fræöslu- og
kynningarefni, haldnir blaða-
mannafundir og lögö áhersla á
aö fjölmiölar fjalli um gæöamál
frá hinum ýmsu hliðum. Má
segja aö flestir mikilvægustu
fjölmiölar hér á landi hafi tekið
þátt i þessu verkefni meö ein-
um eöa öörum hætti. I þessu
sambandi er vert aö minnast
sérstaklega á Rikisútvarpiö,
bæöi hljóövarp og sjónvarp
sem geröu gæöamálum skil í
fréttum og i sérstökum út-
varpsþáttum sl. vetur, i Siö-
degisvöku. Þar voru aö jafnaöi
fluttir pistlar tvisvar i viku og
komu þar fram menn frá flest-
um greinum sjávarútvegsins
og þjónustuaðilar á þvi sviöi.
Voru þessir þættir margir
áheyrilegirog fróðlegirog hafa
haft veruleg áhrif á umræðuna
um þessi mál.
Gerðar hafa veriö sérstakar
auglýsingar sem birtar hafa
veriö i fjölmiðlum, bæöi sjón-
varpsauglýsingar, dagblaða-
og timaritaauglýsingar. Má
segja aö æskilegt væri aö
magn þessara auglýsinga
væri meira en reynt er aö
halda öllum kostnaöi i skefj-
um.
Þá hafa verið gerö vegg-
spjöld um bætta fiskmeðferð
sem dreift hefur verið til fisk-
vinnslufyrirtækja og útgerðar-
fyrirtækja til dreifingar í báta
og skip.
Af ööru fræðsluefni má
benda á fjölmargar sérhæföar
greinar sem átt hafa erindi til
hinna ýmsu hópa s.s. útgáfa
Handbókar Fiskvinnslunnar
sem tengist þessum gæða-
málum, en útgáfa bókarinnar
er einn merkasti áfangi á
þessu sviði.
Rétt er aö geta þess aö lögö
er áhersla á aö allar aðgeröir
hafi langtima gildi þó öllum sé
Ijóst aö gæöamál veröa aldrei
fullnægjandi nema aö sifellt sé
veriö aö minna á þau meö ein-
um eöa öörum hætti.
Kostnaöur viö þessa kynn-
ingar- og fræðslustarfsemi er
aðeins örlitið brot af þeim
árangri sem oröiö hefur i
verömætaaukningu i sjávarút-
vegi. Er þetta því sennilega
ein aröbærasta fjárfesting is-
lensku þjóðarinnar — þvi að
bætt vöruverð er eina trygg-
ingin sem viö getum nokkru
sinni keypt ef við viljum auka
efnahagslega velmegun á is-
landi á næstu árum.
„Kostnaður við
þessa kynningar-
og fræðslu-
starfsemi er
aðeins örlítið brot
afþeim árangri
sem orðið erí
verðmæta-
aukningu..."
Við kynnum aukna þjónustu
Nú ertu velkominn
til kl.6 á föstudögum
Hversu oft hefurðu ekki óskað þér að bankarnir
væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum
síðdegis á föstudögum?
Nú ríður Sparisjóður vélstjóra á vaðið og opnar af-
greiðslu sína fyrir öll almenn bankaviðskipti til
klukkan sex á föstudögum, í stað hins venjulega
fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja sam-
fellda opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga,
veitist þér langþráð tækifæri til aö gera klárt fyrir
helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust.
Þessi nýjung er okkar leið til að sinna því grundvall-
armarkmiði að veita viðskiptavinum okkar eins
góða bankaþjónustu og frekast er unnt. Vertu
velkominn í Sparisjóð vélstjóra - nú bíðum við þín
til klukkan sex á hverjum föstudegi.
SPARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Borgartúni 18 ~Simi 28577
57