Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Blaðsíða 33
Sú dökkbláa...
Núna þegar ferðatíminn er
að hefjast er rétt að rifja upp
eina þrælgóða um ungt fólk,
sem ferðaðist með hjólhýsi.
Ekki vitum við hvar þetta
gerðist, hvort það var á (slandi
eða annars staðar, en það
skiptir engu.
Þetta voru tvö pör á fólksbíl
með hjólhýsi í eftirdragi.
Kvöld eitt var ekið um sveit-
arhéruð í átt að hjólhýsastæði
og annað parið lá aftur í hjól-
hýsinu (sem er bannað), og
var að aðhafast eitthvað (sem
ekki er bannað nema í hjólhýsi
á ferð).
Á vegamótum stöðvaði
ökumaðurinn bíl sinn og
reyndi að átta sig á hvert halda
skyldi.
Það var á þessu augnabliki,
sem óhappið gerðist. Hjúin í
hjólhýsinu stigu út á veginn, í
Adams og Evuklæðum einum
saman og ætluðu að sinna
kalli náttúrunnar úr því hlé
hafði verið gert á för.
Ökumaðurinn vissi hins-
vegar ekki um farþega sína,
en taldi sig vita hvaða leið
hann ætti að fara og gaf allt í
botn. Eftir stóðu þau Adam og
Eva í sinni paradís.
Hádegisverður á borðum,
herra minn!
☆
Grátt mun eflaust gaman
kárna.
Nú gæti Olsen þarfnast vina,
ef Sigmund hefur sett á Árna
sjálfvirkni í útlimina.
Hákon Aöalsteinsson
á Húsavík.
☆
Þeir eru að berjast í Beirút,
bræðralagshugsjónin deyr
út.
En til þess þeir hætti þá held
ég að ætti aö hóta að senda
þeimGeirút.
☆
Söguhetjan okkar bjó á eyju
fyrir noröan land, þar sem fugl-
ar verpa á vorin. Söguhetjan
var oröin talsvert roskin aö
árum, karlmaöur komin á átt-
ræöis aldur. Vandamáliö hans
var kyndeyfö og hann kvartaöi
undan þvíviö góöan vin.
— Góöi éttu bara egg, sagöi
vinurinn.
— Já, ég veit aö þaö á aö
hjálpa, sagöí söguhetjan, og ég
át tólf egg ígær. En þaö skiluðu
sérekki nema sjö ígærkvöldi.
Víkingur 33