Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 8
Texti:
Haukur Már
Haraldsson.
Teikningar:
Haraldur
Einarsson.
8 VÍKINGUR
Vinnuála-fíkniefni-vinnuslys
Viöbrögö viö umfjöllun um þátt sjómanna ísmygli og neyslu fíkniefna í síðasta tölublaöi Víkingsins hafa veriö geysimikil og skiptir þar i tvö horn um mat manna. Upp hafa risiö menn, sem taka stórt uppísig, og hrópa hátt um róg og níö um sjó- mannastéttina, en miklu fleiri hafa tekiö efninu jákvætt og viöurkenna aö þar er fjallaö um þjóöarböl, sem hvorki sjómenn né nokkrir aörir íslendingar geta leng- ur leitt hjá sér aö takast á viö. Vandinn er áþreifanlegur og öll þjóöin ber ábyrgö á honum, sjómenn ekki undanskildir. Þaö hefur löngum veriö talinn manndómur aö horfast í augu viö óvin sinn og takast á viö hann. Sjómenn veröa ekki sakaöir um manndómsleysi á síöum þessa blaös og þaö er von ritstjórnar aö þeir muni taka forustuibaráttunni viö þá eyöandiplágu sem fíkniefnaneyslaþjóðarinnar er oröin. Hér á eftir er fjallaö um þá fullyröingu viömælenda okkar í síöasta blaöi aö samband sé á milli vinnuálags, fíkniefna og vinnuslysa. Sú staöreynd blasir viö aö vinnuslysum um borö í skipum fjölgar ár frá ári, þrátt fyrir stööugar framfarir í öryggisgæslu, aukna fræöslu og aö flotinn minnkar frekar en stækkar á allra síö- ustu árum. Hvaö veldur? Er nokkur goögá aö hrinda af staö umræöu um hvort miklar vökur viö störfog vágesturinn „ fíkniefni“ geti átt þar hlut aö máli, eins og annar viðmælenda blaösins heldur fram? Undirritaöur leggur þessa umfjöllun fram sem innlegg í baráttuna fyrir öryggi sjómanna. Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri.
Greinaflokkur Víkings um
sjómenn og fikniefni hefur
vissulega hlotiö talsveröa
athygli og nokkuð verið um
hann fjallað i dagblöðum. Eitt
er það atriði sem skrifara
finnst athyglisverðast þeirra
sem þar komu fram. Það er
sú fullyrðing „Eiriks“ i sið-
asta blaði að þrældómur sé
slíkur um borð i litlu togurun-
um að menn taki inn örvandi
lyf til að halda sér gangandi.
Þannig veröi menn vanhæfari
til að átta sig á hættum og
mörg vinnuslys á sjó eigi ræt-
ur að rekja til þessa.
Ef rétt er, hlýtur hér að vera
um stórmál að ræða. Þess
vegna sneri Víkingur sér til
nokkurra einstaklinga sem
vita mega um þessi mál og
spurði þá hvað reynsla þeirra
segði þeim um ástand mála.
Einnig kom óhjákvæmilega til
umræðu umfjöllun blaðsins
um þessi mál i síðasta tölu-
blaði. Þar skipti vægast sagt í
tvö horn.
Góð umfjöllun
— slæm umfjöllun
Þannig sagðist Guðjón A.
Kristjánsson, skipstjóri og
forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, að
það væri ýmislegt í þessum
greinum, sem honum fyndist
varla geta staðist, en i heild-
ina væri það af hinu góða að
fá umfjöllun um svona mál og
vekja athygli á því að þarna
gæti verið um vandamál að
ræða.
„Varöandi fíkniefni",
sagði Guðjón, „þá þekki ég
ekki til slikra tilfella. En eftir
að þessar greinar birtust í
Viking hafa ýmsir einstak-
lingar komið að máli við
mig um þessi mál og sam-
kvæmt þvi sem þeir segja
viröist vera einhver fótur fyrir
þvi að fíkniefnaneysla sé
stunduð i ríkara mæli en ég
hafði gert ráð fyrir. Enda hef
ég aldrei stundaö siglingar,
en mér skilst að þessa vanda
gæti mest á skipum sem
sigla utan með afla.“
Ólafur Örn Jónsson,
skipstjóri á Viðey RE, taldi
aftur á móti að þessi umfjöll-
un Vikings um sjómenn og
fikniefni hefði verið slæm og
til þess fallin að koma óorði á
sjómenn sem stétt.
„Þarna vantar algerlega
viðtöl við einhverja þá sjó-
menn sem ekki hafa staðið í
svona fíkniefnastússi. Eins
og þetta birtist í blaðinu er
máliö ákaflega einhliða sett
fram. Ég er til dæmis sann-
færður um að fikniefnaneysla
er ekki nándar nærri eins al-
geng og sagt er í blaðinu.
Þetta gæti verið vandamál á
einu og einu skipi, jafnvel
svæðisbundið vandamál. En
skipstjórar sjá þessa karla út
og ráða þá emfaldlega ekki.
Og allir þeir skipstjórar sem
ég þekki láta svona menn
fara umsvifalaust, ef upp um
þá kemst.