Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 9
Eru að gera sig breiða Ég er sannfærður um að það sem þessir menn segja um hasshundana er vitleysa, enda er sagt að þeir finni jafnvel lykt af kóka- íni, sem mér er sagt að sé nánast lyktarlaust. Auk þess hef ég séð hundinn finna efni um borð hjá mér; hann rauk beint í það. Ég held satt að segja að þessir menn séu einfaldlega aö gera sig breiðari, enda láta svona guttar oft útúr sér meira en þeir seta staðiö við. Mér er áreiöanlega óhætt að fullyrða að yfir 90% islenskra sjómanna koma ekki nálægt fíkniefnum." Þarna urðu þeir sammála, Ólafur Örn og „Eiríkur" úr síöasta blaði. „Ég gæti vel imyndað mér“, segir Eiríkur, „að það séu um það bil 10% íslenskra sjó- manna sem neyta fikniefna. En ef við hins vegar tölum um þá, sem misnota þessi efni meðan þeir eru úti á sjó, get- um við skorið töluna niður í um það bil 5%. En þá verða menn lika að hafa það i huga, að við erum að tala um þvi sem næst 250 manns, miðað við að sjómenn á Islandi seu um það bil 5000.“ Guðjón Jónsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, var sammála Ólafi Erni um að fíkniefnaneysla væri mjög lítil um borð í islenskum togurum. Þar væri áreiðanlega um al- gjör undantekningartilfelli að ræða. Hann hafði aö visu ekki lesið greinarnar í Vikingi þeg- ar viö hann var talað, en eftir að lesið hafði verið úr þeim fyrir þann taldi hann aö hér væri um algjöra fjarstæðu að ræða. Margar haettur felast í starfi fiskimannsins. Langar vökur og áhrif vímugjafa, saman eöa sitt í hvoru lagi, hljóta aö stórauka hættuna á slysum. Þaö verður aö varast. Minna norðanlands en sunnan Þegar málið var kannað hjá Hafþóri Rósmundssyni, for- stöðumanni Lifeyrissjóös Vöku á Siglufirði og fyrrum framkvæmdastjóra Sjó- mannasambands Islands, sagði hann að öll neysla fíkniefna um borð í skipum VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.