Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 11
Fíkniefni væri ákaflega illa liöin þar nyrðra. Hún væri raunar ákaflega fátið og þeir menn væru umsvifalaust látnir fara i land sem uppvisir yrðu að neyslu. i sama streng tóku hásetar sem við ræddum við úti á landi; einn á Reyðarfirði og tveir á Akureyri. Allir voru sammála um að mjög litið væri um fikniefnaneyslu úti á sjó. „Ég held“, sagði annar Akureyringurinn, „að lyfja- neysla á skipum hér norðan- lands sé mun minna en fyrir sunnan og hún er ekkert vandamál hér." Hinn Akureyringurinn er á sama máli: „Við siglum aldrei, þannig að ekki er um eigið smygl að ræða. Það er svo sem ekki mikill vandi að verða sér úti um þessi efni þegar maður er í landi, ef vilji er fyrir hendi, en maður yrði að vera andskoti vel byrgur úti á sjó, þvi túrarnir hjá okkur eru það langir. Svo er áhætt- an sem maður yrði að taka mikil, því maðurfengi pokann umsvifalaust ef karlinn kæm- ist í rnálið". Eölilegt að menn vilji horfa framhjá Þannig voru allir þeir menn sem rætt var við sannfærðir um aö fikniefnavandamálið væri ekki stórt; fremur væri um að ræða undantekningar en raunverulegt vandamál. Ber þá að skilja málið sem svo, að „Eiríkur“ hafi verið að fara með fleipur eða grófar ýkjur í síðasta tölublaði Vik- ings? Hjá honum kom að vísu fram, að ekki væri um það að ræða, að meirihluti sjómanna neytti fíkniefna. Einnig má gera ráð fyrir að neytandi til margra ára leiti félagsskapar sér likra á sjó og hafi þvi aðra yfirsýn yfir lífið yfirleitt heldur en þeir sem gengið hafa í gegnum tilveruna án áhrifa frá deyfandi eða örvandi lyfj- um. Hver er hans skýring á þessum skoðanamun? „Það er alveg rétt“, sagði „Eirikur", þegar hann var spurður, „að það er hér i Reykjavík sem þessi neysla er langmest. Og þá er ekki ástæða til að þinda sig ein- göngu við togara, heldur er þetta vandamál til staðar á bátunum lika. Skýringin er sú, að úti á landi er hærra hlutfall heima- manna og þá fjölskyldu- manna um borð í skipunum en hér í Reykjavík. Og neysl- an er mest i hópi einstæðra. Meðan þessi samsetning áhafnarinnar helst er mjög lit- iö um neyslu. En um leið og þessi samsetning fer að raskast, skipinu fer að ganga svo illa að heimamenn fara i land og nauðsynlegt er að sækja menn i áhöfnina til annarra byggðarlaga, þá breytist þetta ástand. Það má kannski orða þetta sem svo að það séu „farandsjómenn" sem harðastir eru i þessari neyslu. Ég hef til dæmis verið á skipi af Suðurlandi þar sem allir reyktu nema tveir, vél- stjóri og skipstjóri. Og svona er þetta viða; ef mórallinn er sá að það sé i lagi að reykja, þá eru þessi skip hreinustu smókfleytur. Það eru klíkur sem reykja. Þær halda hópinn og þótt hina í áhöfninni gruni eitthvað þá vilja þeir ekki sjá. Það er þess vegna rakinn klaufa- skapur að láta reka sig fyrir reykingar. Ég var til dæmis aldrei rekinn og var þó á sama skipi i 6 ár og skipstjór- inn þar var ekki feiminn að reka menn í land ef þeir reyktu. Hann bara vissi ekki að menn reyktu um borð og trúði því i raun og sann að slíkt væri ekki gert um borð í hans skipi. Það má kannski segja að það sé eðlilegt að menn vilji horfa framhjá vandamáli á borð við þetta, en það er hvorki gott né hollt fyrir sjó- mennina sjálfa", sagði „Eirík- ur“. Hér má bæta viö einni at- hugasemd Ólafs Arnar Jóns- sonar skipstjóra: „Ég trúi ekki að það séu burðug skip, sem þessir menn fá að at- hafna sig á, athugasemda- laust". Fíkniefni og vinnuslys Af sjálfu leiðir, að þegar menn trúa ekki, að fikniefna- neysla sé iðkuð að einhverju marki um borð í fiskiskipum, þá hafa þeir heldur ekki trú á því að mikið samband sé milli slíkrar neyslu og vinnuslysa. Þó voru einhverjar vomur á sumum: Þaö eru klíkur sem reykja. Þær halda hópinn og hinir vilja ekki sjá. Þaö er þess vegna rakinn klaufa- skapur aö láta reka sig fyrir reykingar. VÍKINGUR 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.