Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 18
Frumvarp til laga um skiptaverömæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. (Lagt fyrir Alþingi á 108. löggjafarþingi 1985—86.) I. KAFLI Um skiptaverðmæti sjávarafla. 1. gr. Þegar afli fískiskips er seldur óunninn hcr á landi. er skiptavcrðmarti aflans til hlutaskipta og aflaverðlauna 70% af því heildarverdmxti. sem útgerðin fær fyrir hann. 2. gr. Þegar fískiskip siglir með ísfisk til sölu í erlendri höfn. er skiptaverðmæti aflans til hlutaskipta, aflaverðlauna og aukaaflaverðlauna 64% af því heildarverðmæti (brúttósöluverðmæti), sem útgerðin fær fyrir hann. Þetta hlutfall skal þó vera 70%. þegar ftski er landað til bræðslu erlendis. 3. gr. Þegar afli fiskiskips er fluttur ísaður í kössum með öðru skipi til sölu á erlendum markaði, er skiptaverðmæti aflans 60% af því heildarverðmæti (brúttósöluverðmæti). sem útgerðin fær fyrir hann. Þetta hlutfall skal þó vera 52% af söluverðmæti kola. 4. gr. Þegar afli fiskiskips, sem unninn er og frystur um borð. er seldur. er skiptaverðmætið 70% af f.o.b.-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta hlutfall skal þö vera 64.5% af c i.f.-verðmæti, sé þannig samið um sölu framleiðslunnar. II. KAFLI Um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. 5. gr. Þegar framleiðandi sjávarafurða veðsetur framleiðslu sína við töku afurðaláns hjá viðskiptabanka eða öðrum lánveitanda. skal hann greiða minnst 15%. sbr. 7. gr.. af samanlögðu hráefnisverði hvers skips. sem lagði hráefni til vinnslunnar. inn á sérstaka bankareikninga. Veðsetji framleiðandi, eða annar fiskkaupandi. ekki fiskafurðir sínar. skal hann eigi að síður inna þessa greiðslu af hendi innan fjórtán daga frá þvi fiskurinn var afhentur. Viðskiptabanki útvegsmanns skal við gjaldeyrisskil leggja minnst 15% af brúttósöluverðmæti ísfisks, sem seldur er í erlendri höfn. sbr. 2. og 3. gr.. inn á sams konar bankareikninga. Sama greiðsluskylda og að framan greinir hvflir á útvegsmönnum veiðiskipa. sem vinna og frysta afla um borð, og miðast þá 15% greiðslan við skilaverðmæti framleiðslunnar og fellur í gjalddaga við gjaldeyrisskil. Ákvæði þessarar greinar ná ekki til opinna báta og þilfarsbáta undir 10 lestum. sbr. 6. gr- 6. gr. Framleiðendur sjávarafurða og aðrir fiskkaupendur skulu greiða 10% af samanlögðu hráefnisverði þess afla, sem þeir taka við af opnum bátum og þilfarsbátum undir 10 lestum inn á sérstakan greiðslumiðlunarreikning smábáta hjá Stofnfjársjóði fiskiskipa eftir sömu reglum og greinir í 5. gr., eftir því sem við getur átt. 7. gr. Fé því, sem haldið er eftir skv. 5. gr., skal miðla á þennan hátt: 1. 7% af hráefnisverði greiðist inr. á stofnfiársjóðsreikning skipsins hjá Fiskveiðasjóði íslands, sbr. lög nr.4/1976 með síðari breytingum. Semji Fiskveiðasjóður íslands og útgerðarmaður um hærri greiðslu inn á stofnfjársjóðsreikning skal greiðslan við það miðuð, enda sé þá haldið eftir meira fé en 15%. sbr. 5. gr. 2. 6% af hráefnisverði greiðist inn á vátryggingarreikning skipsins hjá Landssambandi isl. útvegsmanna, sbr. lög nr. 17/1976. 3. 2% af hráefnisverði greiðist inn á sérstakan grciðslumiðlunarreikning fiskiskipa hjá Stofnfjársjóði fiskiskipa. 8. gr. Fé því, scm safnast á greiðslumiðlunarreikning smábáta skv. 6. gr.. skal skipta mánaðarlega og færa til tekna á bankareikninga í þessum hlutföllum: 1. Til lífeyrissjóða sjómanna ......................................... 50% 2. Til greiðslu iðgjalda af slysa- og örorkutryggingu skipvcrja. sams konar þeim, sem samið er um í heildarkjarasamningum sjómanna og útvegsmanna, svo og af vátryggingu báts samkvæmt reglum. sem sjávarútvegsráðherra setur........................................ 47% 3. Til Landssambands smábátaeigenda.................................... 3% 9. gr. Fé því, sem safnast á greiðslumiðlunarreikning fiskiskipa skv. 3. tl. 7. gr.. skal skipta mánaðarlcga og færa til tekna á bankareikninga í þessum hlutföllum: 1. Til lífeyrissjóða sjómanna ............................................ 92.0% 2. Til Sjómannasambands íslands og sjómanna innan Alþýðusambands Austfjarða og Alþýðusambands Vestfjarða.................................. 2.4% 3. Til Farmanna- og fiskimannasambands íslands ........................ 1.6% 4. Til Landssambands fslenskra útvegsmanna 4.0% 10. gr. Lífeyrissjóður sjómanna skal annast skiptingu þess fjár. sem inn kemur skv. 1. tl. 8. gr. og 1. tl.9. gr. á reikning hvers skips. til hlutaðeigandi lífeyrissjóða í hlutfalli við iðgjaldsskyldan aflahlut skipverja. 1L gr. Þeim viðskiptabönkum eða öðrum, sem halda eftir fé útvegsmanna skv. lögum þessum. er skylt að senda þeim viðurkenningar fyrir móttöku fjárins án tafar. Stofnfjársjóði fiskiskipa er skylt að senda þeim samtökum og sjóðum, sem tilgreind er í 8. og 9. gr.. mánaðarlcgt yfirlit yfir allar innborganir á greiðslumiölunarreikninga og skiptingu þeirra. Lögtaksréttur fylgir kröfu vegna hlutdeildar af hrácfnisvcrði, sbr. 5. og 6. gr. laga þessara. Sé greiðsla ekki innt af hendi innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti ‘ af vangreiddri fjárhæð. III. KAFLI Um breytingu á lögum nr. 4, 13. febr. 1976, um Stofnfjársjóð fiskiskipa. 12. gr. 3. og 4. gr. laga nr.4/1976 falli niður. 5. gr. þeirra laga orðist svo: Hvert fiskiskip skal hafa sérreikning hjá sjóðnum. Inn á rcikning þcnnan renna greiðslur samkvæmt 1. tl. 7. gr. laga um skiptavcrömæti og grciöslumiðlun innan sjávarútvcgsins Sé innstæða á slíkum rcikningi lengur cn hálfan mánuð. skal Fiskveiðasjóður færa á reikninginn til tckna vcxti. scm séu jafnháir hæstu löglcyfðu fasteignaveðlánavöxtum. IV. KAFLI Um breytingu á lögum nr. 17, 19. mars 1976, um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa. 13. gr. 1. gr. laga nr. 17/1976 falli niður. 1. mgr. 2. gr. oröist svo: Viðskiptabanki útvegsmanns skal skila því fé. scm grciða skal á rcikning hvcrs fiskiskips skv. 2. tl. 7. gr. laga um skiptaverömæti og grciðslumiðlun innan sjávarútvcgsins. inn á reikning Landssambands ísl. útvegsmanna hjá viðkomandi bunka. til greiöslu iðgjalda af vátryggingu skipsins. V. KAFLI Um ráðstöfun endurgreiðslu á söluskatti til sjávarútvegs árið 1986. 14. gr. Um framlag til Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins I. janúar til 15. maí 1986. I. tl. ákvæðis til bráöabirgða III laga nr. 113. 31. dcs. 1985. um brcytingu á lögum nr. 51. 28. apríl 1983 um Aflatryggingasjcið sjávarútvcgsins. orðist svo: Auk tekna skv. 9. gr.. 16. gr.. 22. gr. og 27. gr. skulu dcildir sjóðsins árið 1986 hafa tekjur af endurgreiöslu söluskatts til sjávarútvegs aö fjárhæð 225 milljónir króna. scm stjórn sjóðsins ráðstafar til þess að Ijúka skuldbindingum hans. 15. gr. Um endurgreiðslu söluskatts til fiskvinnslufyrirtækja og framlag til Fiskveiðasjóðs íslands frá 15. maí til 31. desember 1986. Eftir 15. maí 1986 skal verja eftirstöðvum fjárvcitingar til cndurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegs. 375 m.kr.. sem hcr segir: a) Til fiskvinnslufyrirtækja í hlutfalli við áætlaða uppsöfnun söluskatts til hverrar vinnslugreinar cn í hlutfalli við fob-vcrðmæti útflutningsframlciðslu til hvcrs fyrirtækis innan grcinar. eftir reglum. scm sjávarútvegsráðherra sctur í samráði viö samtök 305 m.kr. fiskvinnslufyrirtækja................................................. b) Til Fiskveiðasjóðs íslands til ráðstöfunar í þágu útgerðar eftir rcglum sem sjávarútvcgsráðherra setur........................................ 70 m.kr. VI KAFLI Um reglugerð og gildistöku. 16. gr. Sjávarútvegsráðherra setur nánari rcglur um framkvæmd þessara laga. þar með um innheimtu skv. II. kafla. yfirlits yfir grciðslumiðlun og um endurskoðun og eftirlit með greiðslum. sem Fiskveiðasjóður íslands skal annast fyrir hönd Stofnfjársjóðs fiskiskipa og samtaka sjómanna og útvegsmanna. 17. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra til fiskafla og sjávarafurðaframleiðslu frá og með 15. maí 1986. Jafnframt falla úr gildi hinn 15. maí 1986 lög nr. 52/1983 um útflutningsgjald af sjávarafurðum með síðari breytingum. lög nr.43/1982 um útflutningsgjald af grásleppuafurðum sbr. 1.79/1984, lög nr.51/1983 um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins \ með síðari breytingum og lög um sérstakan kostnaðarhlut útgerðar. Þótt lög nr.52/1983 og lög nr.43/1982 falli úr gildi 15. maí 1986 skal greiða útflutningsgjöld skv. þeim af gjaldskyldum sjávarafurðum. sem framleiddar eru fyrir en fluttar út eða greiddar eftir þann dag. Því fé. sem inn kcmur af útflutningsgjöldum af þessari vöru eftir 14. maí 1986. skal ráðstafa skv. ákvæðum laga nr.52/1983 og nr.43/1982. Til þess að auðvelda framkvæmd ákvæða þessarar málsgreinar skulu allir framleiðendur sjávarafurða skyldir að senda sérstakt yfirlit yfir birgðir sjávarafurða miðað við 14. maí 1986. Þegar lög nr.52/1983 um útflutningsgjald af sjávarafurðum ganga úr gildi. lýku^1 jafnframt starfsemi Tryggingasjóðs fiskiskipa og Úreldingarsjóðs fiskiskipa, sem hafa haft tekjur af þeim. Ákvæði til bréðabirgða. 1. Fyrir tímabilið 15. maí til 31. maí 1986 skal Verðlagsráð sjávarútvegsins birta nýtt lágmarksyerð á öllum tcgundum sjávarafla. í tvennu lagi: 1. HRÁEFNISVERÐ. sem skal vcra 58% hærra en það vcrð. sem gilt hefði að óbreyttu í maíbyrjun 1986 að meðtöldum hclmingi verðuppbóta úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs. 2. SKIPTAVERÐ. sem er 707o af hráefnisvcrði skv. I tl. þessa ákvæðis. 2. Verðlagsráð sjávarútvegsins skal ákveða nýtt lágmarksverö á öllum tegundum sjávarafla á grundvclli þessara laga. er taki gildi hinn 1. júní 1986. Hið nýja fiskverð skal birta þannig að skýrt komi fram: 1. HRÁEFNISVERÐ. í því felist allar greiðslur fiskvcrkenda til þeirra, sem afla hrácfnis. 2. SKIPTAVERÐ. sem skv. 1. gr. þcssara laga er 707o af hráefnisverði. sbr. I. tl. þessa ákvæðis. 3. Eignum Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins. Tryggmgasjóðs fiskiskipa og Úreldingarsjóðs fiskiskipa hinn 14. maí 1986 skal ráðstafa scm hér segir. a. Til þess að Ijúka skuldbindingum sjóðanna þriggja fram til 14. maí 1986. þcgar starfscmi þeirra lýkur. sbr. 17. gr. b. Þær eignir Aflatryggingasjóös sjávarútvegsins. sem eftir standa, þegar skuldbindingum hans skv. lögum nr.51/1983 með síðari breytingum er lokið, skulu renna til Fiskveiðasjóðs íslands. c. Af eignum Tryggingasjóðs fiskiskipa, sem eftir standa. þegar skuldbindingum hans samkvæmt lögum nr.52/1983 með síðari breytingum og reglum settum skv. þeim er lokið, skal verja 12 milljónum króna til öryggismála og björgunaræfinga sjómanna á fiskiskipum og 12 milljónum króna til undirbúnings byggingar Sjávarútvegshúss í Reykjavík. Eftirstöðvar eigna Tryggingasjóðs fiskiskipa skulu renna til Fiskveiðasjóðs Islands. d. Af eignum Úreldingarsjóðs fiskiskipa, sem eftir standa, þegar skuldbindingum hans, skv. lögum nr.52/1983 með síðari breytingum og reglum settum skv. þeim, er lokið, skal verja 6 milljónum króna til varðveislu sjóminja. Eftirstöðvar eigna Úreldingarsjóðs fiskiskipa, skulu varðveittar á bankareikningum og í skuldabréfum með bcstu kjörum, þar til sett hafa verið ný lög um starfsemi hans, og ákvæði um Aldurslagasjóð fiskiskipa f Il.kafla, I. nr. 37/1978 um Samábyrgð íslands á fískiskipum, hafa verið endurskoðuð. e. Sjávarútvegsráðherra setur nánari rcglur um ráðstöfun cigna skv. stafliðum a. til d., og skal hann staðfesta lokauppgjör Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins. Tryggingasjóðs fiskiskipa og Úreldingarsjóðs fiskiskipa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.