Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 19
Skýringar t meö hugmyndum um einföldun sjóöakerfisins Tafla 1. Bátar 240 brl. Bátarstærri og minni. en 240 brl.. Verðlagsráðsverð 100,0 100,0 Verðbætur 6,0 6,0 Kostnaöarhl. til skipta 10,5 6,5 Skiptaverð 116,5 112,5 Stofnfjársjóður 10,0 10,0 Kostnaðarhl. utan skipta 18,5 22,5 Bætur úr Aflatryggingarsjóði 8,0 8,0 Verð til útgerðar 153,0 153,0 Núverandi kerfi Sjóöakerfi sjávarútvegsins byggist á þvi að tekið er 5,5% útflutningsgjald að flest öllum útfluttum sjávarafurðum. Gjaldið rennur i hina ýmsu sjóði sjávarútvegsins og skiptist sem hér segir: 1. Aflatrygginarsjóður. a) Almenn deild 15,0% b) Verðjöfnunardeild 20,5 c) Áhafnardeild 21,0% 2. Tryggingarsjóður fiski- skipa og úreldingarsjóöur. a) Til greiðslu á vátrygg- ingarkostnaði 20.0% b) Til aldurslagatrygginga 3.0% 3. Til Fiskveiðasjóðs Islands og Fiskimálasjóðs. a) Fiskveiðasjóður 18.0% b) Fiskimálasjóður 0.8% 4. Til sjávarrannsókna og Framleiöslueftirlits sjávar- afurða 1,0% 5. TilL'lÚ 0,6% 6. Til samtaka sjómanna 0,6% Auk útflutningsgjaldsins hefur Aflatryggingarsjóður tekjur af endurgreiðslu á söluskatti til sjávarútvegs, sem er um 600 millj. kr. á árinu 1986. Úr sjóðakerfi sjávarútvegsins eru greiddar bætur á fiskverð, sem ýmist koma til skipta eða ekki. Auk þess eru ýmis lögbundin gjöld sem bætast við fisk- verðið og koma þau ýmist til skipta eða ekki. Lýsa má fiskverðinu á einfaldan hátt með vísitölum og er það þá sem hér segir (Hafa skal í huga að verðbætur eru mis- jafnar á hinum ýmsu tegund- um): Úr sjóðakerfinu greiðast veröbæturnar og bætur Afla- trygginarsjóðs til útgerðar, en annaö er lögbundið, sem greiðist beint af fiskkaup- anda. Auk þessa er tekið af útflutningsgjöldunum, sem teljast verður hluti af fisk- veröinu, til aö greiða hluta af fæðiskostnaði sjómanna, úreldingarstyrki til útgerðar, til samtaka sjómanna og út- vegsmanna o.fl.. Þeir liðir sem þannig eru fjármagnaðir úr sjóðakerfinu en ekki koma beint fram i fiskverðinu samsvara um 9,4% af Verð- lagsráðsverði, og þar af eru fæðisgreiðslur til sjómanna um 3%. Einföldun sjóðakerfisins I ársbyrjun 1985 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd meö aðild samtaka sjómanna og útvegsmanna og þing- flokka til að endurskoða gild- andi lög og reglur um sjóði sjávarútvegsins og lög- bundnar greiðslur tengdar fiskverði. Markmiðið með þessari endurskoðun er þri- þætt. a) að gera fjárstrauma og tekjuskiptingu innan sjáv- arútvegsins einfaldari og skýrari. b) að stuðla að sanngjarnri skiptingu tekna innan sjávarútvegsins. c) aö koma i veg fyrir aö sjóðakerfið og tekjuskipt- ingarreglur dragi úr hag- kvæmni i uppbyggingu og rekstri sjávarútvegsins Það lagafrumvarp um breytingu á sjóðakerfinu sem nú liggur fyrir miðast við að einfalda kerfið til muna frá þvi sem nú er. Gert er ráð fyrir að lögin um útflutningsgjald af sjávarafurðum og útflutn- ingsgjald af grásleppuafurð- um, lögin um Aflatryggingar- sjóð og lögin um sérstaka kostnaðarhlutdeild falli niður. Gert er ráð fyrir að þær greiðslur sem nú koma úr sjóðakerfinu til viðbótar Verðlagsráðsveröinu verði teknar inn i fiskverðið, þannig að það fiskverð sem Verð- lagsráð gefur út verði endan- legt fiskverð. i kjölfar þessar- ar breytingar hækkar því nú- gildandi Verðlagsráðsverö um nálægt 62—63%. Eftir breytinguna kemur þvi fisk- verðið til með að innihalda allar þær greiðslur sem koma fyrir fiskinn, en ekki eins og nú er að greiðslur fyrir fiskinn fari eftir ýmsum leiðum, innan og utan skipta ýmist frá fisk- vinnslu eða sjóðum. Með þessari breytingu verður því fiskveröið orðið eitt, en ekki mörg eins og nú er. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.