Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Side 37
Siglingar Leiguskip Hverrar þjóðar sem sjó- menn eru og hvort sem þeir flytja vörur fyrir sína þjóð eða aðrar, verða þeir aö halda skipinu viö. Þessi mynd var tekin i Sundahöfn nýlega. Skipið er hol- lenskt, en við vitum ekki hvaðan mennirnir eru. þau verkefni sem leysa þarf. Breyttar flutningaþarfir, auk- inn flutningur fyrir stóriöju eöa i áætlunarsiglingum, gera skyndilega breytingu á skipastólnum nauðsynlega. Við þessi skilyrði, þarf oft að reka erlend leiguskip, a.m.k. tímabundið. Farmeigendur eru nú tregri en oft áður aö gera langtímasamninga um flutninga og útgerðir því ófús- ar að fjárfesta i skipum i sér- hæft verkefni. Má sem dæmi nefna stóriðjufyrirtæki, áburðarverksmiðju, sem- entsverksmiðju og sölusam- tök sjávarafurða í þvi sam- bandi. Árstíðasveiflur í flutningum Árstiðasveiflur í flutningum almennt, og sérstaklega sveiflur í ákveðnum vöruteg- undum, gera erlend leiguskip nauösynleg. Dæmi um þetta er t.d. sveiflur i útflutningi á sjávarafurðum eða flutning- um fyrir stóriðju. Slikir flutn- ingar eru háðir verulegri óvissu og sveiflum. Því er óskynsamlegt fyrir útgerðir að fjárfesta í skipum til að mæta önnum þegar þær eru mestar. Ef útgerð tekur ekki erlend leiguskip á hagstæð- um kjörum, getur það þýtt annað hvort taprekstur, eða að flutningarnir fara einfald- lega algjörlega á erlendar hendur. Endurnýjun skipastóls Við endurnýjun skipastóls gerist oft að ekki ber upp á sama tima sölu og kaup skipa. Tímabundin notkun leiguskipa hefur i þeim tilvik- um verið nauðsynleg. Oft er skynsamlegt að þiða meö fjárfestingar, og brúa bilið með erlendum leiguskipum. Miklar sviftingar á islenska flutningamarkaðnum að und- anförnu sýna betur en nokk- uð annað nauðsyn þess að varfærnislega sé farið i fjárfestingar. Það væri betur ef fiskiskipaútgerðin heföi sama sveigjanleika og kaupskipaútgerðin og gæti tekið inn skip og skilað skip- um eftir þörfum, eftir þvi sem veiðihorfur eru á ákveðnum tegundum, eða eftir þvi hvað hagkvæmast er að veiða á hverjum tíma. Afkoma íslenskra kaupskipaútgeröa Afkoma islenskra kaup- skipaútgerða hefur verið slök undanfarin ár. Fyrirtækin hafa ekki getað endurnýjað skipastólinn að fullu vegna óviðunandi afkomu. Fyrirtæk- in þurfa að fjármagna skipa- kaup með lántökum erlendis á markaðsvöxtum. Til þess VIKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.