Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 43
MýJUIÍGAR Vörpuskjár Nýlega hóf Furuno fram- leiðslu á litaskjá fyrir höfuð- linubotnstykki. Litaskjárinn hefur 8 liti og mismunandi aflestrarmöguleika. T.d. er hægt að sjá dýpið á botn- stykkinu þ.e. á höfuðlinunni og frá höfuðlinunni og niður á botn eða bara í aðra áttina upp eða niöur. Hægt er að fá beinan afiestur af hitanum i sjónum þar sem höfuðlinan er eða grafískt rit yfir allan skjáinn og sjá þannig hver hitinn var á hverjum stað þegar varpan fór þar yfir. Einnig er hægt að fá fram raunhreyfingu vörpunnar sem ekki sést þegar mælt er frá vörpunni upp og niður, en þá er þaö botninn sem hreyf- ist. Þegar sýna á raunhreyf- ingu vörpunnar er 65% af efri hluta skjásins notaður og yfirborð sjávar er núll lína. Á neðri hluta skjásins er i þessu tilfelli sýnt dýpi frá höf- uðlínunni og beint niður. Hægt er að setja allt að fjóra aflamæla á pokann og segja þeir til um hve mikill fiskur er kominn í pokann. Samband á milli aflamæla og höfuölínu- botnstykkis fer fram þráð- laust, svo er einnig um sam- band milli botnstykkis og skips, en á botni skipsins þarf að vera botnstykki sem nemur sendingar frá höfuð- línubotnstykkinu og beinir sendingum þangað þegar leitað er eftir upplýsingum. Ferðatölva fyrir sjómenn Fyrirtækið NAV-COM hefur nýlega sett á markaðinn tölvu sem kemst í litla handtösku og vegur aðeins 6 kg. Tölvan er i kassa úr sterku efni sem ver hana fyrir áföllum sem hún gæti orðið fyrir á sjó. Tölvan á að ráða við allt sem tilheyrir stjórnun um borð (on board management) svo sem birgðahald, launaútreikning fyrir áhöfn, lestun/losun, álag á skipsskrokkinn, stöðug- leika og legu skipsins á sjón- um. Umsjón: Benedikt H. Alfonsson. Hér eftir getur skip- stjórinn haft allt sitt á hreinu ítölvu. VÍKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.