Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 53
 ALÞJOÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING JAPAN. Laxvertíðinni við Hokkaido (nyrðri stóru eyjunni) er lokiö og heildaraflinn varð nokkuð yfir 30 milljón fiskar, sem er 46% meira en á síðustu vertið. Við Honshu (syðri stóru eyjuna) heldur vertiðin áfram og hafa nú veiðst alls 11,1 milljón fiska, sem er 17% meira en á siðustu vertíð. i lok ársins var heild- söluverð á söltuðum fyrsta flokks Hokkaido laxi 150 — 178 kr/kg, en Honshu-lax seldist á 93 kr/kg. Áætlað er að um 10.000 tonn af laxahrogn- um (sujiko) verði flutt inn á þessu ári. Verðið er ennþá lágt en það hefur i för meö sér aukna sölu og minnkandi birgðir. Sala í loka ársins 1985 á söltuðum sildar- hrognum varð minni en venjulegt er í árslok. Þetta stafar aðallega af tilraunum heildsala og smásala til að halda markaðnum stöðugum. Birgðir eru svipaðar og á siðasta ári, en sam- setningin eröðruvísi. Litlar birgðir eru af hráum sildarhrognum frá Kanada (þau eru notuð í „Brand name“) og þess vegna hafa sildarhrogn frá Bristolflóa, verið flutt inn þótt þau séu yfirleitt mjög stór. Vegna mikils afla í Bristolflóa hafa Japanir getað unnið gæðamikil sildarhrogn. Verð á síldarhrognum var svipað um miðjan desem- ber og á síðasta ári. Heildsöluverö i desember á mjög stórum síldarhrognum var sem hér segir: Frá Kanada 1200—1400 kr/kg, frá Bristolflóa 936 — 1123 kr/kg og frá Evrópu 561 -748 kr/kg. Heildarmagn hrogna úr Alaskaufsa er áætl- að 51.294 tonn árið 1985 eða litillega meira en árið 1984. Þar sem innlend framleiðsla á hrognum minnkaði var meira flutt inn og þá sérstaklega frá Kóreu. Heildsöluverð á frystum hrognum úr Alaskaufsa var á Tókýó markaði i árslok 1985, 412—430 kr/kg fyrir meðalstór hrogn. Útflutningur Japana á kanikama (gervi- krabba) í nóvemberlok 1985 var alls 37.109 tonn sem er 22% meira en árið 1984. Útflutn- ingur annarra afurða af sama tagi yfir sama tímabil var alls 2.780 tonn sem er 5% meira en árið 1984. Á undanförnum árum hefur útflutningur á þessum afurðum u.þ.b. tvöfaldast árlega. Nú er þessu greinilega lokið sem þýðir þó ekki aö neysla á gervikrabba eða öðrum fiski af sama tagi sé að minnka, heldur hefur framleiðsla á kanikama í Bandarikjunum og Kanada aukist með ólíkindum áriö 1985. Japanskt fyrirtæki er að þvi er fréttir herma að setja upp verksmiðju til framleiðslu á þessari afurð í Evrópu í sam- vinnu við heimamenn. NOREGUR. Sildarstofninn er nú á hraðri upp- leið og nú velta menn þvi fyrir sér hvað eigi að gera við alla þessa sild. Norsk-íslenski (Atlan- to-Scandian) síldarstofninn sem næstum þvi var uppurinn á sjöunda áratugnum mun á næstu árum vaxa hratt. Tveir mjög stórir ár- gangar munu koma inn i veiðina fljótlega. Talið er að hrygningarstofninn muni i byrjun siðasta tugs aldarinnar verða 3 milljónir tonna að stærð. Aðrir síldarstofnar í Norður Atlantshafi eru einnig á uppleið. Eftirfarandi er úr ritstjórn- argrein Fishing News International nóvember- hefti 1985 lauslega þýtt: „Síðari hluta níunda áratugsins og í byrjun þess næsta hillir undir vandamál varðandi fiskveiðar í Norður- Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Spurningin er ekki hvar er fisk að finna eða hvernig á að vernda stofninn gegn ofveiði heldur hvernig hinn mikli sjávarafli (og nú reyndar líka eldis- fiskur) verður nýttur sem best“. Þegar hinir stóru árgangar koma inn i veiðina má búast við að sildveiöar til manneldis verði ekki nema hluti af því sem veiða má og þá kemur til álita að setja síld i bræðslu, sem ekki er talinn góð- ur kostur. Til vaxandi laxeldis þarf mikið og gott fóður og sild ætti að geta verið gott hráefni i það. URUGUAY. Áætlanir eru nú upp i Uruguay um að kanna stofnstærð rauða krabbans sem veiðist þar í landi og hafa menn þá i huga sölu á krabbanum til Bandarikjanna. Fyrirtæki i Uruguay og Japan hafa samvinnu að þvi er fréttir herma um veiðar og sölu krabbans. SOVÉTRÍKIN. Nýlega hafa Rússar gert fisk- veiðisamning við Kiribati sem er eyþjóð i Kyrrahafinu. Fréttir herma að annað eyríki, Vanuatu, sé aö gera samskonar samning við Rússa. Hinsvegar hafa Salómonseyjar og Tuvalu hafnað slikum samningi við Rússa. Rússar munu borgar Kiribati um 42 milljónir kr. á ári fyrir leyfi til túnfiskveiða. Ástralir og Ný- sjálendingar hafa reynt að telja Kiribati á að hafna samningnum við Rússa, en forseti Kiri- bati segir samninginn aðeins vera viðskipta- samning. Menn eru þó uggandi og telja að samningur á þessum nótum milli stórveldis og smáþjóðar í fjárhagserfiðleikum sé líklegur til að hafa stjórnmálaleg áhrif. Fosfatnámurnar sem eitt sinn voru mestu auðlindir Kiribati tæmdust árið 1979 og haföi það i för með sér að þjóðin sem er 60.000 manns varð að finna aðrar sér til framfæris. VIKINGUR 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.