Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 55
maður Sjómælinganna segir
að það þurfi enga leiðsögu-
bók þvi allar upplýsingar, sem
nauðsynlegar séu sjómönn-
um, séu í kortunum. Ég
auglýsi hér með eftir þeim
sjókortum, sem hafa að
geyma sambærilegar upplýs-
ingar og eru í gömlu leið-
sögubókinni. Ég hef ekki séð
þau. Rétt er að geta þess að
ný og endurskoðuð leiðsögu-
bók er búin að vera til í hand-
riti hjá Sjómælingum islands í
10 ár. Hrollur fer um mann
þegar athugað er hvernig
ástandið er í sjómælingum og
sjókortagerð. Sáralitlar mæl-
ingar hafa verið gerðar við
landið á undanförnum ára-
tugum og uppistaðan i þeim
dýptarmælingum, sem til eru,
er frá þvi um aldamót! Ekki
efast ég um að þær mælingar
hafa verið vel gerðar á þeirra
tíma vísu, en nú á dögum
þykja þær ekki upp á marga
fiska. Þar að auki eru allviða
með ströndum fram staðir,
sem allsengar mælingar virð-
ast vera til af.
Þessu til áréttingar og sem
dæmi um undarleg vinnu-
brögð á þeirri stofnun, sem
sér um þetta verk, vil ég
nefna ísafjarðardjúp. Þar
hafa verið gerðar ágætar
mælingar og sjókort af ísa-
fjarðardjúpi sem á ýmsan
hátt er mjög gott. En þar á er
einn meinlegur galli. Þegar
djúpið var mælt virðist alveg
hafa gleymst aö mæla þá
firði, sem inn úr því ganga.
Hvers vegna? Spyr sá sem
ekki veit.
Ameríski herinn og
British Admiralty
Innri hluti Arnarfjarðar
hefur verið mældur ágætlega.
Þær mælingar hafa verið
gefnar út fyrir nokkrum árum
á ófullkomnu bráöabirgða-
korti. Af hverju er ekki gefið
út fullkomið kort með þeim
mælingum?
Vegna starfa minna hjá
Hafrannsóknarstofnun hef ég
þurft á að halda góðum kort-
um af fjörðum landsins og
þau þurfa helst að vera í stór-
■m mælikvarða. Bestu kortin,
sem ég hef fengið, eru keypt
hjá Landmælingum rikisins
og ættuð frá ameríska hern-
um á stríðsárunum og ensk
kort frá British Admiralty. Þau
þarf að sérpanta frá Englandi
í stað þess að sjókortasalan
ætti að gæta þess að hafa
þau alltaf á boðstólnum.
Ef til vill færi best á þvi að
leggja Sjómælingar islands
niður og fela annaðhvort
Landmælingum ríkisins sjó-
kortagerðina, eða British
Admiralty. I þeim umræðum,
sem hafa átt sér staö um
öryggismál sjómanna að
undanförnu hefur nær ein-
göngu verið talað um það að
bjarga þvi sem bjargaö verð-
ur, þegar allt er komið í óefni.
Það út af fyrir sig er ágætt, en
betra er þó að reyna að koma
í veg fyrir slys. Góð sjókort og
greinargóð leiðsögubók eru
hin þörfustu hjálpartæki til að
koma í veg fyrirskipströnd.
Sjóslysavarnir
eða boltaleikir
Slysavarnarfélag islands
er löngu heimþekkt fyrir störf
sín. Þar hefur verið komið á
fót vísi að öryggismálaskóla
fyrir sjómenn og er hann hið
þarfasta fyrirtæki. Þá keypti
SVFÍ v/s Þór á sínum tíma af
ríkinu á 1000 kr. eins og
kunnugt er. Er nú unnið aö
nauðsynlegum breytingum á
honum svo hann komi að til-
ætluðum notum.
Til allrar starfsemi SVFÍ
leggur ríkissjóður aðeins
fram 4 milljónir á þessu ári.
Væri ekki ráð að verðlauna
félagið fyrir vel heppnaða
björgun eða leit meö 5 millj-
ónum króna eins og HSI fyrir
velheppnaða keppnisför ?
Ég held þaö væri ráð að
þingmenn athuguðu betur
hvaða verkefni eru brýnust
og hvaö þurfi af peningum til
að halda þeim í viðunandi
horfi. Siðan ætti, ef einhver
afgangur er, að athuga önnur
og þarfminni mál. Ég hugsa
t.d. að öllum þessum málum,
sem ég hef nefnt hér að fram-
an, væri vel borgið ef þau
fengju þá upphæö sem
menntamálaráðherra ætlar til
Þjóðarbókhlöðunnar með
hækkuðum eignaskatti.
Ef ekki verða stefnubreyt-
ingar hjá þingmönnum i þeim
málum er varða sjávarútveg
og siglingar held ég að sjó-
menn ættu að huga að sér-
framboði fyrir næstu Alþing-
iskosningar.
Dýpi mælt samkvæmt
nutíma kröfum.
Mælingar sem veita
nægjanlegar upplýs-
ingar um botnlag fyrir
sjókort, en fuilnægja
ekki nútíma kröfum.
Mælt meö dýptarmæli
en ekki nógu þétt til aö
fullnægjandi upplýsing-
ar um botnlagið fáist.
Gisnar mælingar með
dýptarmæli eða hand-
lóði og ómæld svæði.
Öll öryggis- og
löggæsla á hafinu
viö landiö er í
molum, sjókortaf
hafinu kringum
landiö aö mestu leyti
frá því um aldamót
og fræösla sjó-
manna íalgjöru lág-
marki; allt vegna
peningaskorts.
VÍKINGUR 55