Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Qupperneq 58
Tónlist Hcrognú Andrea Jónsdóttir Rolling Stones: Dirty Work Þessi nýja Stones plata hlýtur aö vera öðrum hvorum megin viö þá þritugustu sem þeir félagar hafa sent frá sér á sinum langa ferli: hljóm- sveitin var stofnuð um 1960 i London og fyrsta breiöskífa hennar kom út 1964. Grófleg töffheit hafa verið vörumerki Rolling Stones frá upphafi — sex and drugs and rock’s roll — og er siður en svo skafiö utan af þeim stimpli á Dirty Work, eins og nafnið gefur lika til kynna. Hin hefðbundnu rokkhljóð- færi eru hér i hávegum höfð — gitarar, bassi og trommur — munnharpa þegar við á — og pianó og orgel sparlega; enda sjötti Rollingurinn dáinn, sá sem ekki þótti nógu töff í útliti til að teljast til hljómsveitarinnar opinber- lega, en spilaði þó með þeim alla tíð á píanó. lan Stewart hét hann og lést í fyrra en þessi plata er tileinkuð hon- um með þökkum fyrir 25 ára „boogie-woogie“, og lýkur plötunni með píanóleik hans. Margt þekktra manna hefur lagt hönd á plóg við gerð Dirty Work: t.d. Jimmy Page, Tom Waits, Jimmy Cliff, Bobby Womack, en ekki er þess getiö á textablaði hvað hver hefur gert — enda út- koman sem mestu skiptir og hún er algjörlega skotheld. Gamla lagiö Harlem Shuffle, eftir þá Bob (Relf) og Earl (Nelson) og i næsta sömu út- setningu og meö þeim '63, er fyrsta „hittið” á plötunni. Þvi fylgir líka hörkugott videó, þar sem sést t.d. að Mick Jagger verður sætari með hverju árinu sem liður. En það eru fleiri þrumulög á Dirty Work: Winning Ugly hefur ekki ólíkt yfirbragð og Sympathy for the Devil, en textinn er um söngvarann 58 VÍKINGUR Herbert Guömundsson: Transmit Herbert hefur vit á að fá sér hina bestu menn til liðs við sig í músiktilþrifum sínum. Einfaldar laglínur hans eru þvi fagmannlega fram settar þegar þær berast manni af þessari fjögurra laga 45 snúninga breiðskifu. Þrjú lag- anna eru reyndar á plötu Her- berts sem kom út fyrir jólin, nema hvað þau hljóma glæsi- legar hér, en titillag þessarar er nýtt ágætis (diskó) dans- lag, Transmit (The Beat). Á islenskum mælikvarða er Herbert á toppnum hvaö varðar létt diskópopprokk — og hvað erlendan kvarða varðar er Transmit bara þó nokkuð ofarlega hvað gæði snertir i þessari tónlistar- deild. Platan er tekin upp i Grettisgati, Geoff Calver hljómblandaöi lögin i London, Jakob Magnússon og Stein- grímur Einarsson (laga- smiösfélagi Herberts) leika á sem er alinn upp við það i þvi „sóðadjoþbi” sem harður rokkbissness er, að svindla og nota öll brögð til að tolla á toppnum. I búningsherberg- inu fær hann hins vegar sam- viskubit — hans innri maður gerir þar vart við sig, en fjöld- inn fær aldrei að heyra i hon- um, og „við höldum áfram að vinna með svindli" ... Og i næsta lagi víkur töffaraskap- urinn enn frekar þar sem Mick syngur um aö hann ótt- ist um langafabörn(l) sín i ótryggu ástandi heimsmála og spáir þvi að allt verði sprengt i loft upp — Back to Zero. En þessir textar eru undantekning frá ruddalegri reglu Rolling Stones — flestir fjalla um grófar stúlkur og stormasamt samband sögu- mannsins við þær — en eins og maðurinn sagði, ef lag og texti eru i stíl getur útkoman ekki verið betri og allt fellur þetta eins og flis við rass hjá þeim Stónsurum. Mick Jagger er frábær í for- söngvarahlutverkinu og ég held að þessi plata, Dirty Work, sé sú hressilegasta sem komið hefur frá þeim fé- lögum í nokkur ár — hér er gamli grófleikinn látinn njóta sín og Rolling Stones hafa hann svo sannarlega á valdi sinu. hljómborð, Skúli Sverrisson á bassa og Þorsteinn Magnús- son á gitar. Gott, drengir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.