Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 6
VÍKINGUR Forystugrein: Gefur seiðatalning marktæka vísbendingu? Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands Nýlega voru birtar niðurstöður úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar um ástand og fjölda seiða helstu nytstofna við Island. Það sem einkum vakti athygli fjölmiðla úr þeim niðurstöðum var hversu lítið fannst af þorskseiðum í hafinu umhverfis landið og í Grœnlandssundi. Nú er vitað að þorskstofninn við landið er ekki sterkur um þessar mundir. Af þeim sökum hafa stjórnvöld m.a. í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi takmarkað veiðar á þorski yfir hrygningartímann undanfarin tvö ár. Tilgangur þessara aðgerða er að gefa þorsk- inum grið á hrygningarslóðinni til að auka sem mest líkurnar á góðu klaki. Þegar í Ijós komið sumarið 1993 að þorskklak hafði tekist sœmilega og talsvert var um þorsk- seiði, þá töldu menn að þessi veiðistöðvun á hrygningartíma þorsksins hefði náð tilgangi sínum; að aukafjölda þorskseiða. Meðal annars hélt sjávarútvegsráðherra þeirri skoðun fram haustið 1993. Veiðistöðvun var víðtœkari og lengri árið 1994 en árið á undan og töldu menn það vissara í Ijósi þess að þorskstofninn er í lœgð. Það var hins vegar Ijóst að loknu veiðistoppi á þessu vori að þorskurinn var seint á ferð við Suðvestur- og Vesturland og var jafnvel enn á þeim miðum bceði í Skerja- og Jökuldýpi þegar kom fram í júní sl. Þess vegna er líklegt að talsvert afþors- ki hafi hrygnt seint á sl. vori með þeim afleiðingum að veiðistoppið hafi haft tilætluð áhrifá klakið. Menn kenna nú of litlum hrygningarstofni þorsks um þessa lélegu útkomu á þorskseiðum og kann það vel að vera. Aftur á móti er árferðið í sjónum gott og þess vegna verð ég enn um sinn bjartsýnn. Seiðarannsóknir geta í besta falli verið vísbending um styrkleika viðkomandi fiskárgangs og nauðsynlegt er að hafa allan fyrirvara á, hversu marktœk vísbendingin getur verið. Það er hins vegar aðra sögu að segja af ýsunni. Þar á að vera áferðinni stór og góður hrygningarstofn að sögn Hafrannsóknastofn- unar og ekki œtti klak að misfarast þar vegna lítils hrygningarstofns. Þrátt fyrir það vekurþað enga athygli fjölmiðla að líka finnst lítið afýsu- seiðum. Eg verð að láta þá skoðun í Ijós að mér finnst að fréttamenn fjölmiðlanna matreiði upplýsingar til fólksins í landinu án þess að hugsa sjálfstætt og velta upp þeirri spurningu, hver sé skýringin á því að bæði seiði þorsks og ýsu eru smá og fá en annar fiskstofninn er í lœgð, en hinn, þ.e. er ýsan, virðist vera í góðu ásigkomulagi. Er það virkilega svo að þetta atriði veki enga athygli fréttamanna? Er hægt að matreiða hvað sem er í fjölmiðla og beina umræðunni að ákveðnum punkti án þess aðfrétt- amenn hafi neitt við það að athuga ef upplýsing- arnar koma frá „viðurkenndri“ stofnun á sínu sviði? Það eru auðvitað líkur til þess að þorskklakið hafi misfarist að þessu sinni eins og vísbendingar úr rannsóknum gefa til kynna. En hvar eru þá ýsuseiðin og hvers vegna misfórst klak ýsunnar, þrátt fyrir stóran hrygningarstofn hennar að mati Hafrannsóknastofnunar? Þar til öryggari vísbending liggurfyrir ætla ég að hafa efasemdir um að þessi niðurstaða Hafrannsóknastofnunar sé rétt. Eftir stendur að bæði slakur og góður fiskstofn gefur af sér fá seiði í rannsóknum á seiðum sumarið 1994. 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.