Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 7
VÍKINGUR Kvótinn í 10 ár, hver hefur breytingin orðið milli hinna ýmsu atvinnusvæða? Suðurfirðir Vestfjarða hafa nú þriðjung þess kvóta sem þeir höfðu 1984 á sama tíma halda Eyfirðingar nær 90 prósentum af því sem þeir höfðu fyrir 10 árum og aðrir hafa bætt við sig á 10 árum Þær breytingar sem hafa orðið á kvótastöðu útgerða, byggðarlaga og landshluta eru æði miklar á þeirn tíu árum sem liðin eru frá því kvótakerfið var lögleitt hér á landi. Við kvóta- úthlutunina nú kemur fram að kvótinn er aðeins 63 prósent af því sem var árið 1984. I upphafi hvers kvótaárs koma fram ýmsar staðreyndir um kvótastöðu ein- stakra aðila og fleira. Hér verður litið a nokkrar hliðar kvótans. Reynt er að Setja landsvæði upp í atvinnusvæði, það er að þrengja landshlutana. Suðurfirðir Vestfjarða halda þriðjungi Vestfirðingar hafa misst mest frá sér af kvóta. Á Suðurfjörðum er staðan slæm. í upphafi kvótans voru samtals 10.666 þorskígildistonn á Patreks- firði, Tálknafirði og á Bíldudal. Fyrir fimm árum voru þar 5.253 þorsk- ígildistonn og nú eru eftir 3.572 tonn, eða rétt um þriðjungur þess sem var í upphafi kvótans, árið 1984. Reyndar er staðan á Hvammstanga sérstök því þar eru aðeins eftir 6,5 prósent; kvót- inn þar var 899 þorskígildistonn fyrir tíu árum, en er nú 58 tonn. Á norðurhluta Austfjarða eru 49 prósent eftir af kvótanum frá 1984, Siglfirðingar halda 51 prósenti, 52 prósent eru eftir á höfuðborgar- svæðinu, 53 prósent á Árborgarsvæð- inu og í Strandasýslu eru nú einnig 53 prósent eftir af þeim kvóta sem var þar árið 1984, 57 prósent eru eftir á suðurhluta Austfjarða, það er ef Höfn er ekki talin með. Aðrir landshlutar sem hafa misst meira en lands- meðaltal eru; Þingeyjarsýslur, Bakka- fjörður og Vopnafjörður og Suðurnes. Ef Blönduós og Skagaströnd eru tekin sem eitt svæði kemur í ljós að á þessu kvótaári hafa þessir tveir staðir alls 6.488 þorskígildistonn en höfðu 5.953 árið 1984. Þeir hafa því bætt við sig nærri 10 prósentum á þeim tíu árum sem kvótinn hefur verið við lýði. Á Höfn eru nú eftir 98 prósent af því sem var 1984 og í Eyjafirði eru eftir 87 prósent af því sem var árið 1984, í Vestmannaeyjum eru eftir 78 prósent, í Skagafirði 76 prósent, í Breiðafirði 73 prósent og á Akranesi 67 prósent. Hér er landinu skipt í nítján svæði; Suðurnes, höfuðborgarsvæðið, en þar eru Hafnarfjörður, Kópavogur og Reykjavík, Akranes er tekið sér, öll

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.