Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 23
VÍKINGUR Eru veiðar íslend- inga í Smugunni réttlætanlegar? Það er greinilegt að ekki eru aliir á einu máli um réttmæti þess að Islendingar stundi veiðar í Smugunni, hvað þá á Svalbarðasvæðinu. Hér á eftir fara viðhorf nokkurra manna um réttmæti þessara veiða. Eins og kemur fram í viðtölunum við þá, þá eru mörg sjónarniið á lofti. Það er nokkuð ljóst að þó svo að okkur takist að hefja viðræður við Norðmenn um veiðar í Smugunni, þá á eftir að ræða með hvaða hætti hugsanlegur kvóti okkar þar skiptist milli íslenskra veiðiskipa. Það er því mikil óvissa framundan, þrátt fyrir fyrirhugaðar viðræður. Þess ber að geta að viðtölin voru tekin áður en væntanlegar viðræður við Norðmenn komu til. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda: Er ekki stoltur af framgöngu þessara manna gæti farið svo að trillukarlar settu sér einhliða kvóta, ef aðrir gera það „Ég, sem formaður Landssambands smábátaeigenda, er því fegnari sem fleiri togarar fara út úr landhelginni. Ég get hins vegar ekki sagt að ég sé stoltur af framgöngu þessara manna, því á sama tíma og trillukörlum er meinað að fiska sér til lífsviðurværis við strendur íslands með nokkra öngla að vopni, vegna þess að lögð hefur verið fram krafa um ábyrga fiskveiði- stjórnun í nafni vísinda, ryðjast þessir menn inn í þorskstofna annana þjóða og eru jafnvel að sprengja trollin aftan í þessum döllum sínum. Ef þetta heitir að vera samkvæmur sjálfum sér, þá er mér öllurn lokið,“ segir Arthur Boga- son, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, þegar hann er inntur eftir áliti á veiðum íslenskra togara í Smugunni og við Svalbarða. Ég heyri að þú ert aldeilis ekki hlynntur veiðum okkar á þessum svæðurn. „Ég tel að við höfum farið offari í þessu máli. A sama tíma og verið er að drepa umbjóðendur mína í nafni ábyrgrar fiskveiðistjórnunar haga þeir menn, sem hafa heimtað þetta kerfi hér við land, sér með þessum hætti fyrir utan 200 mílurnar. Það liggur við að það þurfi að rannsaka hvað gerist þegar menn fara út fyrir 200 mílurnar. Það er greinilegt að þá verður einhver gríðarleg hugarfarsbreyting. Hugmyndin urn að setja sér einhliða kvóta sýnir að þessir útgerðarmenn telja sig eiga fiskinn, sama hvar hann er. Það liggur þá beint við, ef þetta verður raunin, að trillukarlar setja sér einhliða kvóta, kvóta sem þeir geta lifað af.“ Má skilja þig þannig að það sé alvara í því sem þú segir? „Við munum hiklaust hugsa það mál ef framvindan verður þessi í Smugunni. Fordæmið verður þá kom- ið. Ég vil taka skýrt fram að gagnrýni mín á þessar veiðar beinist á engan hátt gegn sjómönnum, þeir sigla samkvæmt skipununt úr landi. Það er skrautlegt að fylgjast með því að menn, sem höfðu hátt urn að við ætturn ekkert erindi þarna norðureftir, eru nú orðnir forsvarsmenn fyrir því að við veiðum þarna,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.