Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 24
VÍKINGUR
Einar Oddur
Kristjánsson:
„Ég sé ekki annað en að okkur veiti
ekki af að stunda veiðar í Smugunni
og á Svalbarða miðað við hag okkar á
miðunum hér heima. Það liggur ljóst
fyrir að menn eru ekki að sækja fisk
þetta langt norður í höf nema af því að
ástandið er svo slæmt sem raun ber
vitni, sérstaklega í þorskinum."
Einar Oddur er þeirrar skoðunar að
rétt sé að semja við Norðmenn um
veiðar á þessum hafsvæðum og að
taka inn í þá samninga önnur svæði
eins og Sfldarsmuguna og Reykjanes-
hrygginn. „Ég tel að okkur beri að
semja um þessa hluti alla,“ segir Einar
Oddur.
Aðalsteinn
Jónsson:
„Við eigum skilyrðislaust að halda
áfrarn veiðum í Smugunni enda er þar
um alþjóðlegt hafsvæði að ræða.
Svalbarði er aftur á móti umdeildara
svæði en að mínu viti á að láta reyna á
veiðar þar.“
Aðalsteinn segir að veiðarnar í
Smugunni séu ekki frábrugðnar veið-
um Norðmanna á hafsvæðum í kring-
um ísland eins og á Reykjaneshrygg
og alls staðar annars staðar þar sem
menn koma niður trolli. „Norðmenn
hafa legið í rækjunni á miðlínunni
milli íslands og Grænlands svo dæmi
sé tekið,“ segir Aðalsteinn. „Eins og
staðan er í dag tel ég að við eigum að
halda áfram veiðum þarna norðurfrá
hvað sem tautar og raular."
Jakob
Jakobsson:
„Ég hef mestar áhyggjur af því að
við séum að skemma málstað okkar
sem strandríkis. Allt þar til á síðasta
ári höfum við komið fram sem
frumherjar í að reyna að efla rétt
strandríkja sem mest og krefjast
aukins réttar þeirra utan 200 mílna.
Undanfarið höfum við fyrst og fremst
hagað okkur sem úthafsveiðiþjóð. Ég
sé ekki hvernig þessir hagsmunir geta
farið saman,“ segir Jakob Jakobsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Ef ég spyr þig sem vísindamann,
getum við réttlætt þessa sókn okkar í
stofninn?
„Þetta þýðir að kvóti til þeirra sem
hafa réttinn til veiðanna verður
minni.“
Erum við jafnvel að skaða okkur
með þessum veiðum?
„Það er erfitt að fullyrða eitthvað
um það, en ég óttast það, þegar
hugsað er til langs tíma. Ég er þó ekki
að fullyrða neitt um það. Þetta er
huglægt mat sem er ekki byggt á
staðreyndum, en ég óttast að þetta geti
skaðað okkur þegar litið er til lengri
tíma.“
Gústaf
Daníelsson:
„Við erum með skip í Smugunni nú
þannig að ég svara þessari spurningu
játandi. Hinsvegar er ég ekki yfirmáta
hrifinn af þessum veiðum því við
erum að veiða úr kvótabundnum
stofni á þessu hafsvæði þannig að
nauðsynlegt er að semja urn veiðarn-
ar,“ segir Gústaf Daníelsson fram-
kvæmdastjóri Hólmadrangs.
Hann telur að ástandið á fiskimið-
unurn við ísland nú geri það að
verkum að menn séu tilneyddir að
reyna fyrir sér á öðrum miðum og
Smugan sé nærtæk.
BREMSUEFNI
Fyrir spilgjarðir, spildiska ofl.
Endurlímum á flestar gerðir bremsubúnaðar.
Rennum bremsuskálar og diska.
Skip, bílar, lyftarar ofl.
Ath! Asbestlaust efni.
ALIMINGAR
Síðumúla 23 (Selmúlamegin)
Sími: 91 - 814181, Fax: 91 - 814140
ORYGGI
J
24