Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Síða 28
VÍKINGUR Nýja Guðbjörgin er síðasta skipið í smíðum fyrir íslendinga Hefur ekki gerst síðan á miðöldum - segir Friðrik Gunnarsson, umboðsmaður hjá Vélasölunni „Ég veit ekki til að þetta hafi gerst síðan á miðöldum. Það þarf sagn- fræðing til að kanna málið," segir Friðrik Gunnarsson hjá Vélasölunni í samtali við VÍKING. Hann hefur undanfarin þrjátíu ár verið umboðs- maður við smíði og kaup á nýjum skipum en sér nú fram á verkefna- skort. Síðasta skipið sem hann annast kaup á er nýja Guðbjörgin, sem kemur til Isafjarðar nú um mánaðamótin. Þegar Guðbjörgin er komin er ekki von á neinu nýju skipi í íslenska flotann, hvorki að utan né nýsmíðuðu hér á landi. Ekki nóg að reikna bara út aflann „Þetta hefur örugglega ekki gerst áður á þessari öld,“ segir Friðrik. „Faðir minn, Gunnar Friðriksson, vann við innflutning á skipum í 55 ár og það gerðist aldrei í hans tíð að ekkert nýtt skip væri í smíðum. Ég er búinn að vera við sömu verk í þrjátíu ár og nú loks fæ ég frí. Það er svo sem ágætt fyrir mig, en þetta á eftir að koma okkur í koll síðar. Þeir hugsa aldrei um það þessir háskóla- menn, sem öllu ráða, að það þarf líka skip til að veiða fiskinn. Ekki bara einhverja menn til að reikna út aflann." Friðrik sagði að lítill kvóti og erfið staða sjávarútvegsins réðu öllu um hvernig ástandið væri orðið. Utgerð- irnar hefðu einfaldlega ekki bolmagn til að endurnýja skip sín. Brúin tollir varla á „Stór hluti loðnuflotans er orðinn þannig að það er ábyrgðarhluti að senda þessi skip á sjó,“ segir Friðrik. „Það tollir varla lengur á þeim brúin! Þessi skip eru einskis virði við endur- nýjum og einn og hálfur loðnukvóti gefur bara veltu til að kaupa fimmtán ára gamalt skip eða þaðan af eldra. Við getum bara keypt ruslið sem aðrir eru að leggja. Hvað varðar ísfisktoga- rana er ólíklegt að útgerðirnar ráði við að endurnýja þá með þeim kvóta sem er í boði. Einu möguleikarnir nú eru að eiga mjög verðmætt skip til að selja, mikinn kvóta og kaupa skip til sjófrystingar á þorski eða rækju. Rækjuskipið Pétur Jónsson kom í sumar. Þar er þessi staða upp á ten- ingnum og nú er von á Guðbjörginni. En þetta eru með síðustu skipunum sem hægt er að endurnýja. Það gerist með því að láta verðmæt skip upp í og fyrir hendi er nægur kvóti. Fáar aðrar útgerðir hafa nú efni á að endurnýja skip sín. Það er ekkert hægt að miða við þessa togara frá Kanada. Það eru mörg hver gömul og úr sér gengin skip. Það er engin endurnýjun í þeim enda eru þau flest ekki einu sinni skráð hér á landi.“ Skilyrði Norðmanna breyta engu Friðrik sagði að þau skilyrði Norð- manna um að niðurgreiða ekki nema gegn loforði um að veiða ekki úr fiskstofnum sem þeir teldu sig ráða yfir, hefði engin áhrif á endurnýjun flotans. „Þau ákvæði sem hafa verið eru algjörlega haldlaus. Það er ekki hægt að innkalla þessar niðurgreiðslur. Þeim hefur ekki einu sinni verið þinglýst. Það eru ekki ný skip í srníðum núna vegna þess að það hefur enginn efni á að láta smíða þau,“ sagði Friðrik. 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.