Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 29
VÍKINGUR Benedikt Guðmundsson siglingamálastjóri: Dæmigert að verið er að smíða víkingaskip „Ætli það sé ekki dæmigert að helstu fréttirnar núna eru af smíði víkingaskips. Það er eins og menn séu að byrja á byrjuninni aftur,“ sagði Benedikt Guðmundsson siglinga- málastjóri í samtali við VÍKING. Benedikt hefur fylgst vel með skipasmíðum á Islandi síðustu þrjátíu árin því áður en hann kom til Siglingamálastofnunar vann hann hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. „Það er greinilegt að flotinn er að eldast og þar breytir engu þótt heim- ilað sé að flytja inn fimmtán ára gamla togara frá Kanada. Guðbjörgin IS er síðasta nýja stóra fiskiskipið sem kemur til landsins og ekki fyrirsjáan- legt að nokkuð nýtt gerist í endur- nýjun flotans á næstunni.“ Benedikt sagði að á síðustu árunt hefði alveg tekið fyrir endurnýjun á bátum af millistærð, vertíðarbátunum, og nú væri greinilega það sama kontið upp á teninginn hvað varðaði stærri skipin. „Þetta er ekki bara vandamál fyrir útgerðina. Þetta er líka öryggisatriði,“ sagði Benedikt. „Þótt ekki sé einhlítt að gömul skip séu hættulegri en ný hlýtur meginreglan samt að vera sú. Eg sé ekki fyrir mér hvað muni gerast á næstu árum, en framtíðin er ekki björt. Svo rnikið er víst.“ CCummins Diesel Heimsins stærsti dísi Ivélaframleiðandi O-^ Bjóðum afiar stærðir aðal- og Ijósavéla, margar stærðir til afgreiðstu strax af vöruiager. 0—► Hagstætt verð á varahiutum 0->- Fijót og góð þjónusta VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST I, REYKJAVÍK. SÍMI91-26122 29 iglýsingastofa

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.