Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 31
VIKINGUR
mikil á tímum mikillar aflasölu ís-
lenskra togara, - annað sé upp á ten-
ingnum nú á tímum. Hann segir að
vegna aflabrests hafi útflutningur til
Hull og Grimsby dregist saman með
þeirn afleiðingum að greiðslustöðvun
varð hjá Fylki í apríl 1993. Páll
Sveinsson, sem starfaði hjá fyrirtæk-
inu síðustu ár þess, hefur stofnað nýtt
umboðsfyrirtæki; Icebrit, og með því
komið á samkeppni „í bransanum“.
A launaskrá hjá Fylki síðustu árin
hafa verið að meðaltali 25 manns og
eru þeir allir í fullri vinnu. Nokkrum
starfsmönnum hefur verið sagt upp
störfum, en þeir stofnuðu verktaka-
fyrirtæki lil þess að taka við löndun á
fiski.
Jón tekur fram að alltaf sé erfitt að
þurfa að segja upp hæfu fólki þó að
slíkt sé nauðsynlegt á krepputímum
og finnst honum nauðsynlegt að horfa
frarn á veginn með baráttuhug og
bjartsýni.
Að sögn Jóns eru ákveðnar vís-
bendingar í landinu um efnahagslegan
vöxt þó að efnahagsstaðan almennt í
Bretlandi hafi verið óviss um tíma.
Jóni finnst, þrátt fyrir gengisfellingar
haustið '92 og þá vaxtalækkun sem
orðið hefur síðan þá, að kaupgeta
almennings sé mun meiri en verið
hefur undanfarið. Það sjáist einkum á
aukinni sölu á húsum, bílum og öðr-
um fasteignum og því að nú þori fólk
að eyða rneiru af tekjum sínum í fjár-
festingar. Skattar hafi hækkað og
menn sýni meira þor í viðskiptaKfinu.
Opinbert líf og einkalíf
Jón var í heimavistarskóla á aldr-
inum átta til átján ára og lauk stúd-
entsprófi í frönsku, þýsku og sagn-
fræði árið 1963.
Hann býr ásarnt konu sinni,
Rosemary, og dætrum þeirra, Rachel
og Cathy, í glæsilegu sveitasetri í
Ulseby. Þangað koma persónulegir
vinir og opinberir gestir í heimsókn en
í hjúskapartíð Jóns og Rosemary hafa
rnargir notið sérstakrar gestrisni fjöl-
skyldunnar. Tekið skal frarn að Jón
talar mjög góða íslensku. Hann er
tvígiftur.
Fyrri konu sinni, Mary Butt, kynnt-
ist hann í gegnum foreldra Mary, en
þeir áttu útgerðarfyrirtæki í Grimsby.
Mary og Jón voru barnlaus og skildu
eftir þriggja ára hjónaband árið 1969.
Hún fór til Kanada en hann var áfram
í Grimsby. Ari síðar kynntist Jón
Rosemary, á vinsælum hótel- og
skemmtistað. Hún var dóttir eiganda
skemmtistaðarins og í ágúst giftu þau
sig við hátíðlega athöfn. í brúðkaupið
mætti fjöldi manns, þar á nteðal Páll
Aðalsteinsson, sem lést aðeins þrernur
mánuðum síðar.
Cathy, yngri dóttirin, er 21 árs og
Rachel 23 ára. Þær sóttu, eins og
foreldrar þeirra gerðu, nám í einka-
skólurn bæði sem börn og unglingar.
Cathy lærði frönsku og lögfræði í
Birmingham University en Rachel
útskrifaðist í júní í fyrra með BA-próf
í mannfræði frá University of
Nottingham eftir þriggja ára háskóla-
nám.
Rosemary hefur verið virk í
félagsstörfum. Hún hefur til dæmis
starfað að fjáröflun fyrir blinda í
Englandi og um tíu ára skeið var hún
formaður félags kvenna í Grimsby
(Grimsby Ladies Blind Committee).
Hún sagði formannsstöðunni lausri
fyrir tveimur árum, m.a. til að endur-
mennta sig í skrifstofustörfum.
Fylgifiskar ræðismanns-
starfsins
Ræðismannsstarfið krafðist iðulega
talsverðrar vinnu, einkum vegna fisk-
veiðideilna, en Jón segir: „Það fylgdi
því talsvert álag að vera í opinberum
þjónustustörfum og móttöku íslenskra
þjóðhöfðingja og embættismanna, en
einnig ánægjulegt samkvæmislíf. Það
komu í ljós ýrnsir fylgifiskar starfsins
og ég reyndist of veikgeðja til að
standast freistandi áfengisveitingar í
því félagslega samhengi. Um tíu ára
bil barðist ég við drykkjusýki en
aðeins af hálfum huga. Ég bar þann
sjúkdóm sem einungis er hægt að
halda í skefjum með vínbindindi en
gafst að lokum upp fyrir honum og
leitaði ntér hjálpar í London. Þangað
fór ég tvisvar í meðferð og var í fyrra
skiptið (árið 1990) í sex vikur og í
síðara skiptið (vorið 1991) í einn
mánuð. Það mun hins vegar hafa verið
þann 19. apríl 1991 sem ég „féll“ og
tók síðasta vínglasið, því ég stóð fljótt
upp aftur. Nú geng ég tólf sporin
óhikað og finn góða frelsistilfinningu
fylgja mér, þar sem ég er laus við
áfengið.
Tólf sporunum fylgir sjálfsskoðun,
sem oftast er ánægjuleg, en hún er
stundum bæði kvalafull og ásakandi.
Ég lifði og hrærðist í blekkingu og
villandi rödd mín var sannfærandi
þegar hún sagði ntér að ég réði við
mín vandamál, - sem væru auk þess
mín einkamál. Eiginkonunni tókst vel
að rækja hlutverk meðvirks maka
alkóhólista, en hafði engu að síður
aflað sér upplýsinga um stofnun fyrir
áfengismisnotendur og sagt mér frá
henni. Slíkt fannst mér, á þeirn tíma,
óforskammað og mér var misboðið,
31